föstudagur, desember 21, 2007

Jóla jóla jóla...

Þetta er yndislegur tími. Við erum búin að vera dugleg að breyta og bæta hér í kofanum og þetta er alltaf að taka á sig betri mynd. Flestar gjafir komnar í höfn, jólakortin send, búið að baka og éta tvær sortir og ég veit ekki hvað og hvað. Það er ótrúlega ljúft að hafa tímann svona fyrir sér þó úthaldið sé nú ekki alveg eins og það á að vera. Ég verð stundum að hætta í miðju kafi og leggjast en ég held áfram og ætla í vinnuna strax eftir áramótin takk fyrir. Get ekki beðið. Ég get svarið það þetta er örugglega í fyrsta skipti sem ég hlakka til að fara í vinnu. Svo er rúsínan í pylsuendanum að upplifa jólin í gegnum Helga Magnús. Þetta eru fyrstu jólin hans svona með einhverju viti. Núna eru til dæmis allir með húfu jólasveinar og gamlir menn með skegg líka....hahaha. Ég hlakka alveg svakalega til aðfangadags, þá verð ég líka 34 ára kerlingartetur. (Shit)