sunnudagur, desember 02, 2007

Það er kominn tími á punktablogg:

  • Ég skil ekkert í þessu Facebook en er með af því allir eru með.
  • Ægilega er þetta sorglegt með drenginn sem keyrt var á í Keflavík. Hver ætli sé sagan á bak við bílstjórann?
  • Ég komst að því í dag að Hagkaups verslunarferð er of mikið fyrir mig, heilsufarslega og fjárhagslega séð.
  • Jess, nú ætla ég að finna jólaskrautið og setja það upp smátt og smátt.
  • Heyrði fyrsta jólalagið í dag....Ég kemst í hátíðarskap...
  • Er ekki einhver vírus í tölvunni manns ef það koma stundum endalauuuuuuuuuuuuuuuuuuusir stafiiiiiiiiiiiiiiiiiir af sjálfu sér og tölvan er voðalega lengi að starta sér?
  • Lífið er yndislegt, ég geri (næstum) það sem ég vil.
  • Við fengum okkur hvolp í vikunni. Hann heitir Moli og er fæddur 18. september 2007. Hann er blandaður Labrador, íslenskur og Border Collie, en mest Labrador. Mórauður í hvítum sokkum. Hann er hrikalegt krútt og fyrirferðarmikill ungi sem pissar og kúkar út um allt (en þó alltaf á gólfið). Við hlökkum mikið til að fara með hann á hlýðninámskeið.
  • Það eru víst engar fréttir en hrikalega eru þessi Laugardagslög leiðinleg ojjjjjjjjjjj. Það er ekki nema einhver grínlög sem er hlustandi á. Mér finnst þetta ansi dýrt spaug.
  • Ég tel mig vera femínista en mér finnst kynsystur mínar eiga það til að ganga of langt þegar þeirra markmið virðist vera að gera konuna að æðra kyni frekar en jöfnu karlkyninu.
  • Ég veit að það blundar í mér listamaður, eins fyndið og það kannski hljómar, ég er bara að bíða eftir að hann komi út úr skápnum.
  • Mig langar í Gasolin plötur og Kim Larsen plötur, de er superfede man!
  • Ég fékk aðeins of miklar upplýsingar hjá lækninum sem skar mig: Görnunum er ýtt upp til að komast betur að svæðinu. Og eggjaleiðarinn var orðinn svo teygður og langur að það varð að taka hann líka. Bjakk, þetta er bara ekki huggulegt en varð samt að deila því með ykkur múhahahah!
  • Man ekki meira í bili, verið þið sæl!