föstudagur, desember 03, 2004

Jóla hvað?!

Jæja, fór í Amager Center, aðalpleisið í bænum og sjoppaði smá jóladót, meðal annars svona ljósajólastjörnu í gluggann eins og mig hefur dreymt um að eignast síðan ég var lítil og í skóinn fyrir jólasveininn. Já, almáttugur, talandi um það. Við erum eiginlega alveg í klemmu. Sonur okkar hinn eldri sem er orðin 9 ára og hálfu ári betur trúir alveg 100% á jólasveininn. Hann var að segja pabba sínum um daginn að enginn í bekknum trúi á jólasveininn og bara sumir á tannálfinn....oooohhh krútt! Hann nefninlega segist muna eftir því, eina nóttina þegar hann var lítill, að hann hafi séð í stígvélið hans sveinka þegar hann flýtti sér í burtu út í nóttina, nýbúinn að gefa honum í skóinn. Hann er alveg sannfærður og kaupir ekki þau rök að hann hafi dreymt þetta. Æji þetta er svo rúsínulegt en pínu neyðarlegt líka. Hvað á maður að gera? Bara segja honum að það séum við sem gefum honum í skóinn og jólasveinnin sé bara uppfinning Coca Cola eða leyfa honum að njóta sakleysis æskunnar lengur? Guð, ég sé hann alveg í anda vera að rökræða þetta við jafnaldra sína, vonandi að honum verði bara ekki strítt á þessu.

Ég verð að láta smá sögu fylgja með af því að ég er alltaf svo skýr í kollinum sko en fer fram þó! Sko, ég var semsé á leið út í Amager Center í dag og komin svona hálfa leið áleiðis þegar ég tek eftir einhverju skrölti í barnavagninum. Hmmm, hvað er nú þetta? Jaaáá, alveg rétt, ég ætlaði að fara út með ruslið! Ég var semsagt ennþá með það í grindinni undir vagninum. Jæja, hugsaði ég, ég fæ mér þá bara ekstra göngutúr og tölti með þetta til baka. Ég var nebblega ekki alveg til í að uppgötva ruslapokana á fílunni eins og um daginn. Djísús, þá var ég stödd í Skoringen á annarri hæð, búin að flækjast örugglega í tvo tíma inn og út úr fullt af búðum og búin að vera að hugsa allan tímann, hvaða lykt er þetta eiginlega hérna í Amager Center, oj bara. Þá kveikti ég loksins á toppstykkinu og hraðaði mér út til að henda ruslinu. Ég var einhvernvegin ekki alveg að fíla að henda því þarna í mollinu fyrir framan alla...hahahha....bjáni aldarinnar!