Steypa
Nú fer heldur betur að styttast í heimför. Stressið er farið að segja til sín. Ég veit ekki en ég held að mig dreymi ekstra milka steypu þegar ég er stressuð. Í gær dreymdi mig til dæmis að HM hefði gleypt plástur og þegar ég hvolfdi honum og sló á bakið á honum til að hann myndi hrökkva upp úr honum, ældi hann kúk! Já, kúk, ekki einum ekki tveimur, heldur alveg hrúgu af stórum lorturum. Huggulegt maður. Þetta hlýtur að vera fyrir því að hann eigi eftir að þéna vel, til dæmis með því að verða fræg fótboltastjarna eða eitthvað.
Mér finnst eins og ég eigi eftir að gera svo margt áður en við förum en kem mér ekki í að klára þetta. Ég skaust reyndar í gær ein út í Amager Center til að freista þess að finna mér jólaföt. Það var nú frekar erfitt á klukkutíma. Ég keypti þó svona blússu eins og Ragga Dís benti mér á í H&M og mátaði fullt af buxum sem voru allar of þröngar á mig. Ég er ekki alveg að fatta hvað ég er komin upp í stóra stærð. Shit! En skítt með það, ég nenni ekki að fara á bömmer því sjá, kílóin munu fjúka og gyðjan rísahhhhhhh......
Nætursvefninn hjá HM er bara búinn að vera átta tímar í þrjár nætur í röð....ég er varla að trúa þessu. Þetta er ekkert smá ljúft. Ég vona bara að þetta fari ekki í rugl í jólaferðinni.
Túrúlú í bili!
sunnudagur, desember 12, 2004
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|