föstudagur, desember 10, 2004

Hví?

Ég skil ekki hvers vegna þessi blogger er svona leiðinlegur við mig. Það er svo oft sem hann bara vill ekki opna kommentin og stundum ekki einu sinni linka. Alveg furðulegt og ógeðslega pirrandi. Er þetta bara svona hjá mér?

Allt gott að frétta annars. Snillingurinn hann HM setti svefnmet í nótt, svaf streit í 8 tíma. Ég vaknaði á undan honum! Mjög skrítið. Svo svaf hann fyrir nokkrum dögum í 6 tíma, tvær nætur í röð, þannig að ég er að spá í hvort hann ætli ekki bara að leggja þetta fyrir sig drengurinn. Mikið væri það nú ljúft. Annars er hann bara alveg yndislegur og væri það líka þó hann vaknaði 10 sinnum á næturnar. Ég held bara að ég væri ekki mjög yndisleg þá.