fimmtudagur, desember 09, 2004

Vei! Nýtt lyklaborð.

Jeminn eini, allt of langt síðan síðast. Það er nú bara af því að lyklaborðið okkar var eyðilagt af tveimur litlum skæruliðum sem voru í heimsókn og helltu mjólk á það. Það var svo sem allt í lagi, hvort eð er kominn tími á nýtt. Við fórum í Field´s og keyptum okkur þetta fína lyklaborð og mús, þráðlaust, voða kúl. Ég er náttúrulega búin að hugsa á hverjum degi, já, þetta er alger snilld ég verð að blogga um þetta, en man svo ekki neitt af því núna.

Ég er öll í því að undirbúa Íslandsferðina og langar til að byrja að pakka en þarf að kaupa mér ferðatösku svo að ef einhver hefur rekist á svoleiðis á góðu verði má alveg láta mig vita. Maður strikar yfir eitt atriðið á fætur öðru á to do listanum, kemur allt með kalda vatninu. Er að hugsa um að byrja á jólakortunum í kvöld svo það verði strikað bráðum út af listanum líka.

Ble.