Í fréttum er þetta helst:
Ja hérna. Það er bara allt að verða vitlaust í DK.
Ógurlegt lestarslys sem á ekki að geta gerst og þetta var lest sem maður hefur oftar en einu sinni stigið upp í. Sem betur fer lést enginn að ég held.
Svo var sjálfsmorð Eriks úr Krøniken í sjónvarpsfréttum sama kvöld og þátturinn var og á forsíðum blaðanna og höfundur krafinn skýringa. Skilst að baunaheimilin séu alveg í uppnámi og fólk spyr sig hví, hví? Höfundur gaf þá skýringu að þetta væri raunveruleiki, sjálfsmorð gerðust líka í alvörunni...núúú...haaaa??? Þetta var stórfrétt í einu blaðinu en smá frétt að móðir hefði verið drepin fyrir framan börnin sín...í alvörunni sko. Er allt raunveruleikaskyn flogið út í buskann eða hvað? Maður spyr sig.
Nú svo þetta með hana Henriettu Kjær, fjölskyldu- og neytendaráðherra. Hennar ferli er mögulega lokið af því að hún borgaði sófann og gardínurnar með gúmmítékka. Reyndar er maðurinn hennar að taka á sig sökina en það skiptir líklegast engu máli. Ekki nóg með það, heldur tóku þau lán á háum vöxtum, sem hún sem ráðherra hafði ráðið fólki frá að gera...æ hún er í vondum málum. Svo situr dómsmálaráðherra Íslands þægilega í sínum stól, brosandi út að eyrum, þó hann hafi brotið lög. HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ ??? Hvernig er hægt að láta menn komast upp með svona? Skilettekki....arrrggg...ég er brjáluð!
Af mér er það svo að frétta að ég er hætt í þessu hundleiðinlega DDV drasli. Fékk nóg af þessu og er búin að úða í mig sælgæti, kökum og kóki síðan og hefur aldrei liðið betur.
Kíló eru kúl og rokka feitt!
Krass búmm bamm sklabúmm!
p.s. á einhver baby-alarm sem hann/hún er hætt/ur að nota?
þriðjudagur, febrúar 15, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|