Bloggedí blogg...
Bloggleti mikil hefur hrjáð mig undanfarið. Er líka búin að vera í sjálfsheilaþvotti og það fer mikil orka í það. Ég byrjaði ekkert í DDV-inu af fullum krafti fyrr en á þriðjudaginn var. Þetta er aðeins meira vesen en ég átti von á en venst örugglega með tímanum. Ég er alveg til í að fórna nokkrum kílóum í það. Mér finnst ég vera heppin að vera heimavinnandi til að hafa tíma í þetta. Þetta krefst nefninlega svolítils skipulags og tíma. Þegar maður þarf að borða 2x 300 grömm af grænmeti á dag, er nauðsynlegt að það sé fjölbreytt og gott. Um daginn var ég tildæmis 45 mínútur að jórtra á hvítkálssalati, nenni því sko ekki aftur. Þetta er samt líka gaman, mér finnst ég alltaf vera að borða eitthvað gott og verð þægilega södd af matnum. Málið er bara að halda áfram og trúa því að þetta beri árangur. Þetta virðist allavega virka, ég veit ekki hvað margar "fyrir" og "eftir" myndir ég er búin að sjá. Mér finnst þær mjög mótíverandi. Svo ætla ég auðvitað að vera pía í sumar sem er aðal ketsjið.
Allt gott að frétta að öðru leyti. Kallinn í skólanum, frumburðurinn líka og HM vex og dafnar eins og vera ber. Hann er reyndar eitthvað að vesenast á nóttunni núna og sefur stutta dúra í einu. Ég er að pæla í hvort ég ætti að byrja að gefa honum smá oggu ponsu graut áður en hann fer að sofa. Æji mér finnst voða erfitt að fá ekki almennilegan svefn þó ég geti lagt mig á daginn þegar hann sefur væri ég líka til í að gera eitthvað annað, auk þess nær maður einhvernveginn aldrei þreytunni almennilega úr sér með svona stuttum lúrum. Ég hugga mig bara við það að þetta er stutt tímabil á æfinni og svo margar dýrmætar stundir sem ég upplifi með ungabarn sem koma aldrei aftur og eins gott að reyna að njóta þess bara.
Ég verð að fara að koma með fleiri myndir, ég má bara ekki vera að því núna. Ætla að næla mér í nætursvefn...hvenær ætli hann vakni núna?
Góða nótt.
R.
föstudagur, febrúar 04, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|