Kvarti kvart
Þá er ég aðeins farin að kíkja út eftir margra daga inniveru. Ekki laust við að maður sé að klikkast á þessu. Æ, hvað er ég annars að kvarta undan einhverri flensu þegar þetta eru ekki alvarlegri veikindi en það.
Úti er ógeðslega kalt en daginn er farið að lengja sem betur fer. Það styttist óðum í sumarið, get varla beðið eftir því að geta farið að kvarta undan hita frekar en kulda...hahaha...alltaf getur maður kvartað undan einhverju.
Jæja, andleysið er þvílíkt þessa dagana svo þetta verður ekki lengra í bili.
Segi bara að lokum að ég er búin að bæta aðeins við myndum í albúm 2.
Vi ses!
mánudagur, febrúar 28, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|