föstudagur, apríl 15, 2005

Ljúfa líf...

Mikið var hressandi að fá sér rauðvínstár í góðum félagsskap í gærkveldi. Takk fyrir mig. Gott í dag líka að chilla á legepladsen með litlu gríslingana, kjafta við mann og annan og grilla puslur. Veðrið lék við okkur, ekki of heitt og ekki of kalt, yndislegt. Þetta er gott samfélag hér, hver perlan á fætur annarri. Mikið er ljúft þetta kollegílíf, þess verður saknað þegar því líkur og annað tekur við.

Þetta verður dúndurgott sumar, finn það á mér.