Svefnleysi
Þá er tíminn enn einu sinni á flugi. HM orðinn hálfs árs. Eftir annað hálft ár verður hann orðinn eins árs. Vá hvað ég er góð í reikningi! Greyjið litla er alltaf vaknandi á næturna og aumingja mamman líka. Veit ekki alveg hvers vegna hann er að vakna svona oft, kannski að hann vilji bara hafa það kósý og fá sér sopa. Kannski eru fleiri tennur á leiðinni, veit ekki. Er búin að prófa að gefa honum pela fyrir nóttina í von um að hann svæfi betur. Hann drakk alveg 250 ml í gærkvöldi plús brjóst svona klukkutíma seinna en var samt alltaf að vakna. Ég held að þetta sé sem sagt ekki hungur. Svo vildi hann ekki pelann í kvöld. Æ, svo ætlaði ég að byrja á að venja hann á að sofna sjálfur í rúminu með grát aðferðinni en við gáfumst upp. Er hann ekki of lítill? Hann kann ekkert að sofna sjálfur því hann sofnar alltaf á brjóstinu. Ég er að verða steikt, nei ég meina steiktari í hausnum á þessu svefnleysi. Ég þrái SVO 8 tíma svefn! Svo er hann á góðri leið með að flytja í rúmið okkar á alla 140 sentímetrana okkar, svo við sofum eins og spítukallar og herðarnar bólgnar. Ég sofna bara alltaf þegar ég gef honum og næ ekki að flytja hann aftur í rúmið hans.
Já, þetta er vesenið sem er í gangi núna. Voðalega þætti mér vænt um reynslusögur og ráðleggingar frá ykkur stelpur.
góða nótt (vonandi) !
þriðjudagur, apríl 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|