Don´t worry, be happy!
æ hvað þetta er eitthvað grár dagur. Ég fór ekki í skólann því Smári og HM eru veikir og maður er í því að hugsa um liðið og þrífa. Þetta var eiginlega ekki heppilegur tími fyrir veikindi því það er nóg að gera í skólanum og hópavinna í gangi og allt. Svo er ég líka eitthvað slöpp en samt ekki beint veik...óþolandi, getur þetta ekki bara verið annað hvort eða?
Ég reyni bara að brosa og hugsa jákvætt, setti Spilverkið í spilarann og svo Abbey Road og eldaði svo grjónagraut handa okkur. Maður á víst ekki að vera upptekinn af því sem maður getur ekki breytt og ég get víst ekki breytt því að Smári sé veikur og dagurinn hafi þess vegna ekki farið í það sem ég vildi. Þess vegna ætla ég ekki að sóa orku í að svekkja mig á því, frekar bara að nota tímann í að njóta þess að vera heima með yndislegustu strákum í heimi og fegra heimilið.
Svei mér þá, kíkir ekki bara sólin akkúrat núna á milli skýjanna. It´s a sign!
miðvikudagur, september 28, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|