Hasar
Jæja, fórum loksins út saman fjölskyldan í dag. Við skelltum okkur á sirkus Arena. Voða löng sýning en flott. Tókum lest heim og ekki vildi betur til en að allir farþegar voru beðnir að yfirgefa lestina því það var einhver yfirgefin taska í henni. Úúú, hasar. Það skrítna var að þetta snerti mig ekki, ég var ekkert stressuð eða hrædd. Hugsaði bara um hvar væri best að ná strætó heim.
sunnudagur, september 04, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|