sunnudagur, september 04, 2005

Hasar

Jæja, fórum loksins út saman fjölskyldan í dag. Við skelltum okkur á sirkus Arena. Voða löng sýning en flott. Tókum lest heim og ekki vildi betur til en að allir farþegar voru beðnir að yfirgefa lestina því það var einhver yfirgefin taska í henni. Úúú, hasar. Það skrítna var að þetta snerti mig ekki, ég var ekkert stressuð eða hrædd. Hugsaði bara um hvar væri best að ná strætó heim.