mánudagur, september 26, 2005

Klukk

Loksins var ég klukkuð, hjúkk að ég var ekki skilin útundan mar. Hmmm, já fimm staðreyndir um mig sem ekki allir vita. Ókei:

  1. Ég fæ mér morgunmat áður en ég bursta tennurnar.
  2. Ég er óforbetranlegur nautnaseggur.
  3. Ég þoli ekki sjálfstæðisflokkin og fæsta sem eru í honum. (sorrý Sigurlaug)
  4. Þegar ég var lítil ætlaði ég að verða ógeðslega fræg leikkona og söngkona.
  5. Mig dreymir um að eiga hús í Flatey á Breiðarfirði, eitt stykki á Spáni, eitt í Hafnarfirði, kannski eitt í Reykjavík, veit það ekki og eitt í Danmörku. Þetta er bara svona til að byrja með svo ég þurfi aldrei að búa of lengi á sama staðnum því ég er flökkukind og flækingssál. Ég veit að þetta er óraunhæft já já en ef maður á ekki sína drauma hvað á maður þá?
Ja hérna... ég hélt að ég yrði í algjörum vandræðum með þetta en ég gæti sko alveg haldið áfram. Kannski að ég komi með framhald seinna.