Kominn tími á smá blogg
Við komum heim úr skóginum á föstudaginn. Ég get ekki sagt að ég sakni hans mikið. Þetta var ágætis bústaður nema rúmin hefðu mátt vera aðeins þægilegri. Annars var hann voða sætur þó hann hafi ekki verið innréttaður beint eftir mínum smekk. Aðeins of mikið af teppum á gólfum og furðuleg blanda af asískum munum og ömmudóti fyllti hvern krók og kima bústaðsins.
Við vorum auðvitað ekkert alltaf að hanga inní bústað, heldur keyrðum hingað og þangað. Meðal annars í BonBonland, Marielyst og Knuthenborg Safaripark. Svo þrömmuðum við niður fjall til að sjá Møns Klint og upp aftur...endalaust margar tröppur. Það var samt ekki hægt að voga sér að kvarta, því minnsti fjölskyldumeðlimurinn labbaði alla leið upp (ca. 500 metra) án þess að blása úr nös! Ótrúlegt alveg! Ég er bara alveg að kafna úr stolti.
En best var að koma heim í litlu fínu íbúðina okkar, laus við leðurblökur, moskító, mý, geitunga, köngulær (næstum því) og kakkalakka (vonandi). Í ljóta kollegíið sem er svo fallegt að innan.
Kannski að ég skelli bara inn myndum við tækifæri. Annars er mamma nýkomin í heimsókn og þar með lengdist eiginlega sumarfríið hjá mér um viku. Smári er byrjaður í skólanum og strákarnir byrja á sínum stofnunum á mánudaginn. Þannig að æji aumingja ég er að fara með strákunum og mömmu á ströndina á morgun, þ.e. ef það rignir ekki ennþá. Ok, nenni ekki að skrifa meira í bili...
blessssss
laugardagur, júlí 29, 2006
föstudagur, júlí 21, 2006
dáldið fyndið...ég var að leika mér að því að fletta upp í íslensku orðabókinni og fletti meðal annars upp orðinu ævintýr. Merking númer þrjú er svona:
-sjaldgæft
Já og sei sei já...
Nú er undirbúningsdagur fyrir sumarbústaðaferð, gaman gaman. Ég hlakka til að hvíla mig á kollegíinu, Kaupmannahöfn, sjónvarpinu og tölvunni. Þetta verður æði, sama hvernig viðrar. Svo er bara harkan sex þegar við mætum aftur í bæinn. Smári byrjar í skólanum og mamma kemur í vikuheimsókn. Shit, þetta er allt að skella á og ég ekki nálægt því búin að finna fyrirtæki til að skrifa fyrir. Jæja, set þær áhyggjur á hilluna þangað til ég kem heim. Best að njóta á meðan hægt er.
Skrifaði Regína klukkan 11:00 |
fimmtudagur, júlí 20, 2006
Í dag komst ég í samband við Ameríkanann í sjáfri mér. Ég fékk mér samloku með hnetusmjöri og sultu...tvær.
Skrifaði Regína klukkan 14:48 |
miðvikudagur, júlí 19, 2006
mmmm...
sólbað og saumó, verkefni dagsins
og þvo og vaska upp og allt það)
Skrifaði Regína klukkan 14:24 |
þriðjudagur, júlí 18, 2006
laugardagur, júlí 15, 2006
Já og gleymdi næstum...Ragga Dís er mætt á svæðið. Ég fagna, og af því að hún er litla systir Siggu Lísu er hún að sjálfsögðu beint fyrir neðan hana.
Skrifaði Regína klukkan 18:51 |
fimmtudagur, júlí 13, 2006
Við, hófum daginn snemma og hjóluðum í Remiseparken í frábæru veðri og skemmtum okkur vel og dýrunum. Helgi Magnús er alltaf að verða færari í dýrahljóðum en þorir ekki alveg að gefa geitunum spagettí. Mikið er gaman að fara með honum í parkinn, hann nýtur sín svo vel hlaupandi um allt í víðáttubrjálæði.
Þegar ég sat og spjallaði við Smára á bekk í parkinum, ákvað ég að láta ekki einhverja fitukomplexa eyðileggja fyrir mér sumarið. Það hefur nefninlega oft gerst áður og er alveg fáránlegt í raun og veru. Það er nefninlega enginn að spá í þessarri aukafitu minni nema ég. Þetta er allt í hausnum á mér. Meira að segja þegar ég sé gamlar myndir af mér þar sem ég er ekkert feit man ég eftir að hafa haft þessa komplexa. Ég ætla bara að flaxa mínum appelsínuhúðuðu og æðahnútaskreyttum leggjum eins og ekkert sé...amk þegar ég er innan um ókunnuga...hahaha, ókei komplexinn ekki alveg farinn. En þó eitthvað í áttina.
Svo fór ég að pæla...ég held að hvert einasta sumar hafi ég verið í voðalegum vandræðum með sjálfa mig af því að ég var ekki eins grönn og ég var búin að plana einhverntíma um veturinn. Sama sagan endalaust að endurtaka sig...alveg fáránlegt líka.Heilbrigður lífstíll, það er málið. Að kunna sér hóf er líka málið. En ætli stærsta málið sé ekki hugarfarsbreyting. Þar kemur kannski skýringin á því hversvegna þetta er svona erfitt. Gott dæmi; þegar heim var komið úr parkinum raðaði ég í mig núðlusúpu, fór svo í barnaafmæli seinni partinn og gúffaði þar í mig pulsum, bjór og marengstertu.
Efnileg Regína, EFNILEG!
Skrifaði Regína klukkan 19:47 |
miðvikudagur, júlí 12, 2006
Jæja nú erum við hjúin á fullu að leita að sumarhúsi/hytte fyrir viðráðanlegan pening á dýrasta tímabilinu og með ógeðslega stuttum fyrirvara. Það er ekki að ganga mjög hratt en mest vegna þess að við vorum svo lengi að ákveða hvað við vildum og þurftum að spekúlera svolítið í péningamálum. En mikið skelfingar ósköp er mikið af sumarhúsum og tjaldsvæðum í Danmörku...þetta er gjörsamlega endalaust og út um allar sveitir og eyjar. En stefnan er semsé að bruna eitthvað burt frá Kaupmannahöfn, skiptir ekki öllu hvert, bara að eitthvað skemmtilegt sé hægt að gera á svæðinu.
Skrifaði Regína klukkan 18:31 |
laugardagur, júlí 08, 2006
Æ ég er alveg að gefast upp á þessum aukakílóum. Ég er að spá í að fara á Herbalife. Ég veit það ekki, er það kannski algjört rugl? Bara ein af þessum töfralausnum sem er síðan bara engin lausn? Ég nenni ekki að spá í mat og uppskriftir og allt þetta. Ég held að mér myndi bara henta ágætlega að drekka einhvern drykk og kílóin fjúka burt. En hvað svo þegar óskaþyngdinni er náð? Fer ekki bara allt í sama horfið? Er ég þá orðin háð Herbalife það sem eftir er æfinnar? Ég veit að það er spurning um lífsstíl að halda sér í kjörþyngd en það hefur bara ekki gengið hjá mér hingað til. OHH ég er að fríka út á þessu!!!
Skrifaði Regína klukkan 19:38 |
fimmtudagur, júlí 06, 2006
úff það er svo heitt að ég er bara farin að óska mér að skipta í einn dag við Ísland í veðri. Ahhh ferskt loft og rigning. Og svo aftur sól og brjálaður hiti...ókei...reddessu
Maður er náttla ekki alveg að fúnkera í þessari mollu, gleymska og kæruleysi í gangi...íslenskt reggí í Kristjaníu í gær og hver veit hvað kvöldið í kvöld ber í skauti sér. Nú er hægt að gera það sem manni sýnist þegar engir gestir eru lengur...jibbíkóla. Nei nei segi svona, það er alltaf gaman að fá gesti, en líka ágætt þegar þeir eru farnir.
Skrifaði Regína klukkan 16:14 |