laugardagur, júlí 29, 2006

Kominn tími á smá blogg

Við komum heim úr skóginum á föstudaginn. Ég get ekki sagt að ég sakni hans mikið. Þetta var ágætis bústaður nema rúmin hefðu mátt vera aðeins þægilegri. Annars var hann voða sætur þó hann hafi ekki verið innréttaður beint eftir mínum smekk. Aðeins of mikið af teppum á gólfum og furðuleg blanda af asískum munum og ömmudóti fyllti hvern krók og kima bústaðsins.

Við vorum auðvitað ekkert alltaf að hanga inní bústað, heldur keyrðum hingað og þangað. Meðal annars í BonBonland, Marielyst og Knuthenborg Safaripark. Svo þrömmuðum við niður fjall til að sjá Møns Klint og upp aftur...endalaust margar tröppur. Það var samt ekki hægt að voga sér að kvarta, því minnsti fjölskyldumeðlimurinn labbaði alla leið upp (ca. 500 metra) án þess að blása úr nös! Ótrúlegt alveg! Ég er bara alveg að kafna úr stolti.

En best var að koma heim í litlu fínu íbúðina okkar, laus við leðurblökur, moskító, mý, geitunga, köngulær (næstum því) og kakkalakka (vonandi). Í ljóta kollegíið sem er svo fallegt að innan.

Kannski að ég skelli bara inn myndum við tækifæri. Annars er mamma nýkomin í heimsókn og þar með lengdist eiginlega sumarfríið hjá mér um viku. Smári er byrjaður í skólanum og strákarnir byrja á sínum stofnunum á mánudaginn. Þannig að æji aumingja ég er að fara með strákunum og mömmu á ströndina á morgun, þ.e. ef það rignir ekki ennþá. Ok, nenni ekki að skrifa meira í bili...

blessssss