Við, hófum daginn snemma og hjóluðum í Remiseparken í frábæru veðri og skemmtum okkur vel og dýrunum. Helgi Magnús er alltaf að verða færari í dýrahljóðum en þorir ekki alveg að gefa geitunum spagettí. Mikið er gaman að fara með honum í parkinn, hann nýtur sín svo vel hlaupandi um allt í víðáttubrjálæði.
Þegar ég sat og spjallaði við Smára á bekk í parkinum, ákvað ég að láta ekki einhverja fitukomplexa eyðileggja fyrir mér sumarið. Það hefur nefninlega oft gerst áður og er alveg fáránlegt í raun og veru. Það er nefninlega enginn að spá í þessarri aukafitu minni nema ég. Þetta er allt í hausnum á mér. Meira að segja þegar ég sé gamlar myndir af mér þar sem ég er ekkert feit man ég eftir að hafa haft þessa komplexa. Ég ætla bara að flaxa mínum appelsínuhúðuðu og æðahnútaskreyttum leggjum eins og ekkert sé...amk þegar ég er innan um ókunnuga...hahaha, ókei komplexinn ekki alveg farinn. En þó eitthvað í áttina.
Svo fór ég að pæla...ég held að hvert einasta sumar hafi ég verið í voðalegum vandræðum með sjálfa mig af því að ég var ekki eins grönn og ég var búin að plana einhverntíma um veturinn. Sama sagan endalaust að endurtaka sig...alveg fáránlegt líka.Heilbrigður lífstíll, það er málið. Að kunna sér hóf er líka málið. En ætli stærsta málið sé ekki hugarfarsbreyting. Þar kemur kannski skýringin á því hversvegna þetta er svona erfitt. Gott dæmi; þegar heim var komið úr parkinum raðaði ég í mig núðlusúpu, fór svo í barnaafmæli seinni partinn og gúffaði þar í mig pulsum, bjór og marengstertu.
Efnileg Regína, EFNILEG!
fimmtudagur, júlí 13, 2006
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|