föstudagur, júlí 21, 2006

dáldið fyndið...ég var að leika mér að því að fletta upp í íslensku orðabókinni og fletti meðal annars upp orðinu ævintýr. Merking númer þrjú er svona:


-sjaldgæft
hægðir til baks og kviðar
gera öll sín ævintýri gera öll sín stykki

Já og sei sei já...

Nú er undirbúningsdagur fyrir sumarbústaðaferð, gaman gaman. Ég hlakka til að hvíla mig á kollegíinu, Kaupmannahöfn, sjónvarpinu og tölvunni. Þetta verður æði, sama hvernig viðrar. Svo er bara harkan sex þegar við mætum aftur í bæinn. Smári byrjar í skólanum og mamma kemur í vikuheimsókn. Shit, þetta er allt að skella á og ég ekki nálægt því búin að finna fyrirtæki til að skrifa fyrir. Jæja, set þær áhyggjur á hilluna þangað til ég kem heim. Best að njóta á meðan hægt er.