Æ ég er alveg að gefast upp á þessum aukakílóum. Ég er að spá í að fara á Herbalife. Ég veit það ekki, er það kannski algjört rugl? Bara ein af þessum töfralausnum sem er síðan bara engin lausn? Ég nenni ekki að spá í mat og uppskriftir og allt þetta. Ég held að mér myndi bara henta ágætlega að drekka einhvern drykk og kílóin fjúka burt. En hvað svo þegar óskaþyngdinni er náð? Fer ekki bara allt í sama horfið? Er ég þá orðin háð Herbalife það sem eftir er æfinnar? Ég veit að það er spurning um lífsstíl að halda sér í kjörþyngd en það hefur bara ekki gengið hjá mér hingað til. OHH ég er að fríka út á þessu!!!
|