Jæja nú erum við hjúin á fullu að leita að sumarhúsi/hytte fyrir viðráðanlegan pening á dýrasta tímabilinu og með ógeðslega stuttum fyrirvara. Það er ekki að ganga mjög hratt en mest vegna þess að við vorum svo lengi að ákveða hvað við vildum og þurftum að spekúlera svolítið í péningamálum. En mikið skelfingar ósköp er mikið af sumarhúsum og tjaldsvæðum í Danmörku...þetta er gjörsamlega endalaust og út um allar sveitir og eyjar. En stefnan er semsé að bruna eitthvað burt frá Kaupmannahöfn, skiptir ekki öllu hvert, bara að eitthvað skemmtilegt sé hægt að gera á svæðinu.
miðvikudagur, júlí 12, 2006
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|