þriðjudagur, október 31, 2006

Rosalega er þetta búinn að vera dimmur og drungalegur dagur. Það er ekki laust við að jólafílingurinn geri vart við sig. Sérstaklega þegar ég kveikti á kertum....ahhh kósí.

En tilfinningarússíbaninn virðist engan endi ætla að taka. Leigjandinn okkar á Íslandi var að hringja og segja upp leigunni frá og með næstu mánaðarmótum. Ég er bara farin til Íslands við þessar fréttir, við sem erum nýlega búin að ákveða að fresta því að flytja heim þangað til um páska eða næsta sumar. Je dúdda mía hvað þetta ruglar mig. Ég er þannig að mér líður mjög óþægilega þegar allt er í óvissu og ég er ekki með plan amk ár fram í tímann. Dísus kræst, ég má bara ekki við þessu. Ég er á kafi að berjast við að klára ritgerðina og alls ekki að vera að blogga!

mánudagur, október 30, 2006

Tökum afstöðu, sýnum samstöðu!

Ég ákvað að herma eftir Siggu Lísu og hvet alla til að skrifa undir, það tekur enga stund.

Kæri þú.

Fyrir skömmu gerðist það í Færeyjum að ráðist var á ungan mann fyrir það að hann neitar að fela þá staðreynd að hann er samkynhneigður og hann neitar að yfirgefa Færeyjar og lifa sem kynferðislegur flóttamaður annarsstaðar, langt frá fjöldskyldu og vinum. Árásin var það alvarleg að hann er búinn að vera á sjúkrahúsi síðan það var ráðist á hann.
Staða samkynhneigðra í Færeyjum er skelfileg og það skelfilegasta af öllu er að Löggjafaþing Færeyinga styður ofsóknir gegn samkynhneigðu fólki. Ég skora því á alla að fara inn á meðfylgjandi tengil og setja nafn sitt á danskan lista sem mótmælir þessu ástandi og skora á Löggjafaþingið að breyta ástandinu. Löggjafaþingið kemur saman í byrjun nóvember og fjallar þá um málið. Láttu þessa frétt berast og hvettu annað fólk til a skrifa sig á listann.

www.act-against-homophobia.underskrifter.dk

Ég hef lesið um þetta ástand í Færeyjum í dönskum blöðum hér og get bætt því við að nýlega las ég að það séu harðar deilur á færeyska þinginu um hvort bæta eigi við ákvæði í stjórnarskrána þar sem segir að ekki megi mismuna fólki eftir kynhneigð, líkt og þjóðerni eða kyni. Auk þess er athyglisvert að í Færeyjum notar maður ekki orð sem þýðir samkynhneigður, heldur kynvilltur. Tími til kominn fyrir Færeyinga að viðurkenna og virða samkynhneigð sem eðlilegan og náttúrulegan hluta lífsins.

föstudagur, október 27, 2006

Elsku allir...

Takk fyrir allar kveðjurnar og hlýju orðin, bæði þið hér á blogginu og allir aðrir sem ég hef talað við hér og heima. Það er á svona stundum að ég átta mig á því hvað ég á marga góða að og það er góð tilfinning. Það hjálpar rosalega.

Ég er alveg sokkin í verkefnavinnu og verð bara hálfpartinn að loka mig af ef ég á að ná að klára þetta á réttum tíma. Fjandinn hafi það, ég bara verð að útskrifast! Nú eru bara tvær vikur í skiladag og eins gott að ekkert klikki í þetta sinn, annars má ég hundur heita.

þriðjudagur, október 24, 2006

some things are not meant to be...

Ég hélt ég væri orðin "seif" og myndi ekki missa fóstrið en það gerðist nú samt. Það fór að blæða í gærmorgun og það ekki lítið. Ég fór á slysó á Amagerhospital og var þaðan flutt á Hvidovre þar sem ég var skoðuð og þar var mér sagt að fóstrið hefði dáið aðeins 6-7 vikna. Ég fór svo í smá aðgerð þar sem allt var fjarlægt.

Þetta er nú það sem gerist. Þetta var bara líf sem ekki átti að lifa. Náttúran sér um það. Ég hef það ágætt, er að átta mig á þessu hægt og rólega. Svolítið þreytt og vönkuð eftir svæfinguna en líður annars sæmilega.

Það kemur dagur eftir þennan dag...

laugardagur, október 21, 2006

Jeminn, ég ætlaði að vera löngu búin að bæta henni Nínu fínu vinkonu á Íslandi á bloggaralistann minn. En hér kemur hún semsé...

þriðjudagur, október 17, 2006

kokkurinn og skólinn hans Posted by Picasa

skrítin mynd í útskriftinni Posted by Picasa

Kokkurinn með bréfið góða og strákana sína tvo Posted by Picasa

Helgi Magnús á afmælisdaginn sinn. Posted by Picasa

laugardagur, október 14, 2006

Díses hvað ég er ekki að meika að skrifa þessa blessuðu ritgerð. Ég á svo erfitt með að einbeita mér að þessu því það hrigsnýst allt í hausnum á mér með flutninginn heim. Þetta er allt svo flókið með peninga og óléttu og húsnæði....æ æ æ. En ég veit að þetta reddast einhvern vegin eins og alltaf...en bara HVERNIG ???

Já og b.t.w. allir sem komu í afmælið hans HM...TAKK FYRIR DRENGINN!! Margir pakkar voru ómerktir svo ég veit ekki alveg hvað er frá hverjum, en allavega þetta var allt frábært og drengurinn er þvílíkt búinn að skemmta sér við að leika sér með allt dótið. Það sem toppaði þetta allt saman var prumpupúðinn, ég hef aldrei heyrt hann hlæja svona mikið...geðveikt krúttlegt. Semsagt takk fyrir okkur kæra fólk!

fimmtudagur, október 05, 2006

Litli hnoðrinn minn er tveggja ára í dag!
Hann gaf öllum á vuggestue ís og sunginn var afmælissöngur og blásið á kerti....gaman gaman.
Svo verður haldið upp á afmælið líklegast í næstu viku því foreldrarnir eru svo uppteknir um helgina.
Ég trúi því varla að tvö ár séu síðan ég fæddi þennan gullmola og finnst enn erfiðara að trúa því að ég fái einn í viðbót næsta vor.
Er lífið ekki bara dásamlegt?

JESSSSS!!!!!!!!!

Hann elsku elsku Smári minn er loksins orðinn kokkur! Hann var að klára í dag og fær bréfið formlega afhent á morgun. Ég er svo stolt af honum að gleðitárin hrynja niður og ég er með frosið bros. Það er ekki hægt að segja það nógu oft en

TIL HAMINGJU ÁSTIN MÍN!