Tökum afstöðu, sýnum samstöðu!
Ég ákvað að herma eftir Siggu Lísu og hvet alla til að skrifa undir, það tekur enga stund.
Kæri þú.
Fyrir skömmu gerðist það í Færeyjum að ráðist var á ungan mann fyrir það að hann neitar að fela þá staðreynd að hann er samkynhneigður og hann neitar að yfirgefa Færeyjar og lifa sem kynferðislegur flóttamaður annarsstaðar, langt frá fjöldskyldu og vinum. Árásin var það alvarleg að hann er búinn að vera á sjúkrahúsi síðan það var ráðist á hann.
Staða samkynhneigðra í Færeyjum er skelfileg og það skelfilegasta af öllu er að Löggjafaþing Færeyinga styður ofsóknir gegn samkynhneigðu fólki. Ég skora því á alla að fara inn á meðfylgjandi tengil og setja nafn sitt á danskan lista sem mótmælir þessu ástandi og skora á Löggjafaþingið að breyta ástandinu. Löggjafaþingið kemur saman í byrjun nóvember og fjallar þá um málið. Láttu þessa frétt berast og hvettu annað fólk til a skrifa sig á listann.
www.act-against-homophobia.underskrifter.dk
Ég hef lesið um þetta ástand í Færeyjum í dönskum blöðum hér og get bætt því við að nýlega las ég að það séu harðar deilur á færeyska þinginu um hvort bæta eigi við ákvæði í stjórnarskrána þar sem segir að ekki megi mismuna fólki eftir kynhneigð, líkt og þjóðerni eða kyni. Auk þess er athyglisvert að í Færeyjum notar maður ekki orð sem þýðir samkynhneigður, heldur kynvilltur. Tími til kominn fyrir Færeyinga að viðurkenna og virða samkynhneigð sem eðlilegan og náttúrulegan hluta lífsins.
mánudagur, október 30, 2006
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|