Rosalega er þetta búinn að vera dimmur og drungalegur dagur. Það er ekki laust við að jólafílingurinn geri vart við sig. Sérstaklega þegar ég kveikti á kertum....ahhh kósí.
En tilfinningarússíbaninn virðist engan endi ætla að taka. Leigjandinn okkar á Íslandi var að hringja og segja upp leigunni frá og með næstu mánaðarmótum. Ég er bara farin til Íslands við þessar fréttir, við sem erum nýlega búin að ákveða að fresta því að flytja heim þangað til um páska eða næsta sumar. Je dúdda mía hvað þetta ruglar mig. Ég er þannig að mér líður mjög óþægilega þegar allt er í óvissu og ég er ekki með plan amk ár fram í tímann. Dísus kræst, ég má bara ekki við þessu. Ég er á kafi að berjast við að klára ritgerðina og alls ekki að vera að blogga!
þriðjudagur, október 31, 2006
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|