Elsku allir...
Takk fyrir allar kveðjurnar og hlýju orðin, bæði þið hér á blogginu og allir aðrir sem ég hef talað við hér og heima. Það er á svona stundum að ég átta mig á því hvað ég á marga góða að og það er góð tilfinning. Það hjálpar rosalega.
Ég er alveg sokkin í verkefnavinnu og verð bara hálfpartinn að loka mig af ef ég á að ná að klára þetta á réttum tíma. Fjandinn hafi það, ég bara verð að útskrifast! Nú eru bara tvær vikur í skiladag og eins gott að ekkert klikki í þetta sinn, annars má ég hundur heita.
föstudagur, október 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|