Í framhaldi af grein Egils: (og bloggi Sigurlaugar)
Já mikið er ég sammála. En ég kalla eftir lausnum. Hvernig er hægt að snúa þessu við? Hvernig er hægt að fá fólk til að vinna minna og sinna fjölskyldunni meira? Kannski hækka skatta á yfirvinnuna þannig að það verði óaðlaðandi að vinna svona mikið? Heilaþvottur? Hvernig er hægt að fá fólk til að bera ábyrgð í þessu samfélagi þegar ekki einu sinni stjórnmálamenn gera það? Hvað er það sem getur fengið fólk til að vakna og horfast í augu við vandann og taka ábyrgð og breyta hegðun sinni þannig að það leggi sitt af mörkum? Ég held að við vitum öll af þessum vanda og hálfpartinn bíðum eftir að einhver segi okkur hvað við eigum að gera. Eða er kannski enginn vilji til staðar? Er neysluhyggjan svona mikil að hún blindar okkur þannig að við sjáum ekki eða viljum ekki sjá kaldann raunveruleikann, -einmana börn.
Ég veit það ekki. Persónulega hefur það alltaf verið mottó hjá mér að vinna ekki meira en 100% vinnu og ekki um kvöld og helgar, með nokkrum undantekningum þó. Sumir myndu kalla það leti en mér finnst það meira skynsemi. Mér finnst bara alveg nóg að við fjölskyldan séum öll á sitthvorum staðnum 8 tíma á dag, 5 daga vikunnar.
miðvikudagur, febrúar 28, 2007
þriðjudagur, febrúar 27, 2007
Það er víst ekki hægt að fá allt. Ég vildi setja Haloscan aftur inn og þá tapaði ég hinum kommentunum æ ooo. Svo var ég að bæta Jonna púka í hópinn og banna honum hér með að hætta! Líka er komin aftur hún Dóra sem átti að vera komin fyrir löngu. Nú svo hef ég tekið upp þá nýbreytni að bjóða upp á hlekki í stafrófsröð. Verði ykkur að góðu!
P.S. svo lýsi ég eftir Hjalta og Lindu:
Hjalti Már og Linda Ósk,
Hjalti Már og Linda Ósk...þið eruð vinsamlegast beðin um að blogga.
(lesist í tilkynningastíl Gufunnar og/eða kallkerfisstíl Hagkaups)
Skrifaði Regína klukkan 10:15 |
mánudagur, febrúar 26, 2007
Jæja, þá er þetta árlega átak að hefjast og í þetta skiptið eins og öll hin er þetta ekki bara átak heldur lífstílsbreyting til frambúðar. Hahahah ef það væri rétt þyrfti ég ekki á átaki að halda eller hvad? En að gefast upp er það sama og að tapa og ég ætla sko ekki að tapa í baráttunni við sykurinn, fituna og hreyfingaleysið. Ó nei! Svei! Over my dead body! En best að vera ekki með allt of miklar yfirlýsingar. Ekki bara segja heldur gera! Ég hlakka til...
Skrifaði Regína klukkan 20:54 |
laugardagur, febrúar 24, 2007
æ mér leiðist svo mikið. Það gat ekki verið nema ég veiktist eins og allir hinir.
Hvernig á maður aftur að gera likana þannig að þeir birtist í nýjum glugga?
Skrifaði Regína klukkan 15:58 |
fimmtudagur, febrúar 22, 2007
Ahhh...þetta er allt annað líf. Ég var komin með gjörsamlegt ógeð á þessu brúna lúkki. Kúl hvað það er lítið mál núna að gera þetta í bloggernum. Hann er aftur orðinn vinur minn.
Að lokum vil ég hvetja landsmenn nær og fjær til að DRULLAST TIL AÐ GEFA STEFNULJÓS OG HÆTTA AÐ TALA Í SÍMANN Á MEÐAN ÞIÐ KEYRIÐ!!!
Þetta eru svo einfaldir hlutir sem eru svo mikilvægir. Er það virkilega þess virði að hætta limum og lífi til að getað talað í símann undir stýri. Held ekki. Ef síminn hringir á meðan þú ert að keyra, láttu hann þá bara hringja. Gsm símar eru þeirri tækni gæddir að hægt er að sjá hver hringdi og eftir nokkrar mínútur er hægt að hringja í viðkomandi til baka. Ótrúlegt en satt! Og ef helv...síminn er svona gjörsamlega ómissandi akkúrat þegar þú ert að keyra á milli staða þá er til dálítið sem heitir handfrjáls búnaður!
Og þetta með stefnuljósið...what is the fucking problem? Er þetta virkilega svona flókin aðgerð að fólki er fyrirmunað að framkvæma hana. Ég skil þetta bara ekki. Það er ekki einu sinni hægt að kenna leti um því þetta snýst um að hreyfa á sér puttann...andskotinn hafi það. Umferðin gengi svo miklu greiðar ef fólk drullaðist til að gefa stefnuljós.
Já ég er bara hundpirruð á þessum smákóngum í umferðinni hérna á Íslandi. Þeir minna mig reyndar dálítið á danska hjólreiðamenn í mentalitet...Farið frá, ég á veginn og ég ætla að komast áfram!
Skrifaði Regína klukkan 22:55 |
föstudagur, febrúar 16, 2007
veiiii...ég er loksins búin að eignast þvottavél og get hætt að fara alltaf í vesturbæinn til mömmu að þvo eina og eina vél!
Skrifaði Regína klukkan 09:28 |
miðvikudagur, febrúar 14, 2007
Jæja, ég ákvað að stelast til að blogga aðeins í vinnunni. En ég hef eiginlega bara ekkert að segja, fannst ég bara þurfa að setja eitthvað á síðuna. Allt er við það sama, vinna, sofa éta eiginlega. Maður er farinn að hlakka til sumarsins en best að hlakka kannski fyrst til páskanna. Já Kaffi París er ekki góður staður til að hittast og ræða málin...frekar hrópa málin og æfa sig í að panta á ensku.
Skrifaði Regína klukkan 10:33 |
mánudagur, febrúar 05, 2007
OK...stelpur ég veit! Hvernig líst ykkur á DK-saumaklúbb? Þið vitið, þær sem eru fluttar heim? Mig langar það...hverjar eru með?
Skrifaði Regína klukkan 15:27 |
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Stundum er ég alveg ofsalega einmana...í dag var þannig dagur. Þetta lagast vonandi með hækkandi sól. Mér finnst bara einhvernvegin allir vera í vinnunni, í bílnum sínum eða að sinna fjölskyldunni. Ekki að það sé eitthvað að því...það virðist bara fátt annað komast að. Ég veit ekki alveg hvort ég sé að fíla það. Kannski er ég bara svona djöfulli leiðinleg ;) Þetta er ferlega erfið aðlögun og ég þarf að hafa mig alla við til að detta ekki í svartan pitt. Hann er samt orðin dökkgrár.
Skrifaði Regína klukkan 21:15 |