Ahhh...þetta er allt annað líf. Ég var komin með gjörsamlegt ógeð á þessu brúna lúkki. Kúl hvað það er lítið mál núna að gera þetta í bloggernum. Hann er aftur orðinn vinur minn.
Að lokum vil ég hvetja landsmenn nær og fjær til að DRULLAST TIL AÐ GEFA STEFNULJÓS OG HÆTTA AÐ TALA Í SÍMANN Á MEÐAN ÞIÐ KEYRIÐ!!!
Þetta eru svo einfaldir hlutir sem eru svo mikilvægir. Er það virkilega þess virði að hætta limum og lífi til að getað talað í símann undir stýri. Held ekki. Ef síminn hringir á meðan þú ert að keyra, láttu hann þá bara hringja. Gsm símar eru þeirri tækni gæddir að hægt er að sjá hver hringdi og eftir nokkrar mínútur er hægt að hringja í viðkomandi til baka. Ótrúlegt en satt! Og ef helv...síminn er svona gjörsamlega ómissandi akkúrat þegar þú ert að keyra á milli staða þá er til dálítið sem heitir handfrjáls búnaður!
Og þetta með stefnuljósið...what is the fucking problem? Er þetta virkilega svona flókin aðgerð að fólki er fyrirmunað að framkvæma hana. Ég skil þetta bara ekki. Það er ekki einu sinni hægt að kenna leti um því þetta snýst um að hreyfa á sér puttann...andskotinn hafi það. Umferðin gengi svo miklu greiðar ef fólk drullaðist til að gefa stefnuljós.
Já ég er bara hundpirruð á þessum smákóngum í umferðinni hérna á Íslandi. Þeir minna mig reyndar dálítið á danska hjólreiðamenn í mentalitet...Farið frá, ég á veginn og ég ætla að komast áfram!
fimmtudagur, febrúar 22, 2007
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|