Stundum er ég alveg ofsalega einmana...í dag var þannig dagur. Þetta lagast vonandi með hækkandi sól. Mér finnst bara einhvernvegin allir vera í vinnunni, í bílnum sínum eða að sinna fjölskyldunni. Ekki að það sé eitthvað að því...það virðist bara fátt annað komast að. Ég veit ekki alveg hvort ég sé að fíla það. Kannski er ég bara svona djöfulli leiðinleg ;) Þetta er ferlega erfið aðlögun og ég þarf að hafa mig alla við til að detta ekki í svartan pitt. Hann er samt orðin dökkgrár.
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|