miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Í framhaldi af grein Egils: (og bloggi Sigurlaugar)

Já mikið er ég sammála. En ég kalla eftir lausnum. Hvernig er hægt að snúa þessu við? Hvernig er hægt að fá fólk til að vinna minna og sinna fjölskyldunni meira? Kannski hækka skatta á yfirvinnuna þannig að það verði óaðlaðandi að vinna svona mikið? Heilaþvottur? Hvernig er hægt að fá fólk til að bera ábyrgð í þessu samfélagi þegar ekki einu sinni stjórnmálamenn gera það? Hvað er það sem getur fengið fólk til að vakna og horfast í augu við vandann og taka ábyrgð og breyta hegðun sinni þannig að það leggi sitt af mörkum? Ég held að við vitum öll af þessum vanda og hálfpartinn bíðum eftir að einhver segi okkur hvað við eigum að gera. Eða er kannski enginn vilji til staðar? Er neysluhyggjan svona mikil að hún blindar okkur þannig að við sjáum ekki eða viljum ekki sjá kaldann raunveruleikann, -einmana börn.

Ég veit það ekki. Persónulega hefur það alltaf verið mottó hjá mér að vinna ekki meira en 100% vinnu og ekki um kvöld og helgar, með nokkrum undantekningum þó. Sumir myndu kalla það leti en mér finnst það meira skynsemi. Mér finnst bara alveg nóg að við fjölskyldan séum öll á sitthvorum staðnum 8 tíma á dag, 5 daga vikunnar.