Einu sinni var Pétur. Hann var frábær strákur, ótrúlega hæfileikaríkur og ótrúlega góður. Hann datt niður af húsþaki og dó þegar hann var bara tvítugur. Ég, jafnaldri hans og margir fleiri fengum sjokk. Ég þekkti hann ekki náið en nóg til að reiðast og syrgja dauða hans mikið. Þetta allt saman rifjaðist upp fyrir mér núna í vikunni þegar ég sá myndband sem vinir hans gerðu í minningu hans eftir að hann dó. Þar sá ég upptöku af honum þar sem hann birtist ljóslifandi fyrir mér og ég mundi eftir honum eins og ég hefði hitt hann í gær, þó það séu 13 ár síðan. Það rifjaðist upp fyrir mér líka hvað það er ósanngjarnt þegar ungir krakkar deyja í blóma lífsins og framtíðin bíður eftir þeim. Svo margt sem þeir eiga eftir að upplifa en fá ekki tækifæri til. Og ástvinir standa eftir með minninguna og spurninguna AF HVERJU??? "Þeir sem Guðirnir elska, deyja ungir" Hvaða huggun er það? Ég hef aldrei skilið þessa setningu. Á maður þá bara að hugsa, jæja þetta er allt í lagi guðirnir elskuðu hann svo mikið að hann varð að deyja ungur? Hvaða bull er það? Á það að fá mann til að líða betur? Það er ekkert sem breytir ósanngirninni, sorginni og örvæntingunni þegar ungir krakkar deyja eða hver sem er, þegar út í það er farið. En að sama skapi verður maður að sætta sig við að ekki er hægt að breyta því sem orðið er og eins gott að lifa með því. Og halda minningunni á lofti, þannig lifa þeir sem deyja áfram í okkur.
laugardagur, júní 30, 2007
fimmtudagur, júní 28, 2007
Já og enn sveimar hugurinn...hvað langar mig mest? Að búa í miðbænum, vesturbænum, úti á landi, í Álfheimunum, í neðra Breiðholti eða í Kaupmannahöfn eða ude paa landet i DK? Kostir og gallar allstaðar, veit ekkert í minn haus. Kannski maður ætti þá bara að skella sér til Ástralíu?
Skrifaði Regína klukkan 14:34 |
þriðjudagur, júní 26, 2007
Jamms, komin heim í borgina, eða ofvaxna þorpið Reykjavík. Mikið gott í Flatey, frábært veður og gott fólk og góður matur. Smári og Benni orðnir árinu eldri. Ég bara reyni að taka öllu með ró. Er komin enn einu sinni í bloggkrísu, veit ekki hvort ég nenni þessu. Mér finnst svo gaman að lesa hjá öðrum og finnst gott að halda kontakt við fólk í gegnum bloggið þannig að það er varla stætt á öðru en ég sjálf rugli eitthvað hérna líka...eða hvað?
Skrifaði Regína klukkan 12:24 |
föstudagur, júní 22, 2007
Okei bæ, farin í Flatey. Má ekkert vera að þessu, þarf að gera 100 hluti áður en við leggjum af stað eftir klukkutíma...víííí........
Skrifaði Regína klukkan 10:21 |
fimmtudagur, júní 21, 2007
Ég held að þetta sé að lagast, takk fyrir ráðin, ég veit þið meinið vel. Þetta er bara eins og eitthvað eitur í líkamanum sem ég ræð ekkert við. Ég held áfram að berjast og veit að hlutir eins og hreyfing, skynsamlegt mataræði, nógur svefn og jákvæður hugsunarháttur eru meðalið. Það er ekki eins og ég vilji ekki brjótast út úr þessu, alls ekki. Vá hvað ég vildi vera laus við þessa böl en þetta er víst partur af mér og eins gott að læra að lifa með því.
Skrifaði Regína klukkan 08:51 |
föstudagur, júní 15, 2007
Aumingja ég að vera ég...stundum. Úff ég er svo sveimhuga. Þetta flotta orð heyrði ég um daginn. Mér finnst það eiga ágætlega við mig. Hugur minn sveimar úr einu í annað. Óþolinmæðin er að drepa mig. Skynsemin verður þess vegna oft á undanhaldi. Ég er alveg hryllilega ójarðbundin. Er sveimhuga ekki bara bara andstæðan við jarðbundin? Svo verð ég líka svo full af þráhyggju stundum að ég get bara ekki hugsað skýrt, hvað þá skynsamlega. Þetta er hægara sagt en gert, að vera ég. Ofan á allt þetta bætist svo baráttan við þunglyndið sem ég fæ þó stundum hvíld frá sem betur fer.
En ég er ekkert að rakka mig niður. Ég á líka mínu góðu hliðar og stundum geta gallar verið kostir í sjálfu sér. Það er líka nauðsynlegt að horfast í augu við eigin galla...og kosti.
Ég er sem betur fer að fara úr borginni næstu helgi á ættarmót í Flatey á Breiðafirði. Þar næ ég oftast báðum fótum á jörðina og fæ ómengaða orku náttúrunnar.
Skrifaði Regína klukkan 20:03 |
fimmtudagur, júní 14, 2007
miðvikudagur, júní 13, 2007
Ég ætla að freista gæfunnar með 8-4. Það er ótrúlegur munur að vera búin klukkan 4 í stað 5. Veit einhver um góða vinnu handa mér? Það er sko leyndó ussss!
Skrifaði Regína klukkan 15:20 |
mánudagur, júní 11, 2007
Það rifjaðist upp fyrir mér í dag að ég er engin 9-5 manneskja. Mér eru ætluð önnur örlög í þessu lífi.
Skrifaði Regína klukkan 22:18 |
fimmtudagur, júní 07, 2007
sunnudagur, júní 03, 2007
Er nokkuð laus íbúð/herbergi á kollegíinu í viku á bilinu 28.júní til 11.júlí fyrir einn frænda Smára?
Skrifaði Regína klukkan 20:54 |