Ég held að þetta sé að lagast, takk fyrir ráðin, ég veit þið meinið vel. Þetta er bara eins og eitthvað eitur í líkamanum sem ég ræð ekkert við. Ég held áfram að berjast og veit að hlutir eins og hreyfing, skynsamlegt mataræði, nógur svefn og jákvæður hugsunarháttur eru meðalið. Það er ekki eins og ég vilji ekki brjótast út úr þessu, alls ekki. Vá hvað ég vildi vera laus við þessa böl en þetta er víst partur af mér og eins gott að læra að lifa með því.
|