Jamms, komin heim í borgina, eða ofvaxna þorpið Reykjavík. Mikið gott í Flatey, frábært veður og gott fólk og góður matur. Smári og Benni orðnir árinu eldri. Ég bara reyni að taka öllu með ró. Er komin enn einu sinni í bloggkrísu, veit ekki hvort ég nenni þessu. Mér finnst svo gaman að lesa hjá öðrum og finnst gott að halda kontakt við fólk í gegnum bloggið þannig að það er varla stætt á öðru en ég sjálf rugli eitthvað hérna líka...eða hvað?
|