Aumingja ég að vera ég...stundum. Úff ég er svo sveimhuga. Þetta flotta orð heyrði ég um daginn. Mér finnst það eiga ágætlega við mig. Hugur minn sveimar úr einu í annað. Óþolinmæðin er að drepa mig. Skynsemin verður þess vegna oft á undanhaldi. Ég er alveg hryllilega ójarðbundin. Er sveimhuga ekki bara bara andstæðan við jarðbundin? Svo verð ég líka svo full af þráhyggju stundum að ég get bara ekki hugsað skýrt, hvað þá skynsamlega. Þetta er hægara sagt en gert, að vera ég. Ofan á allt þetta bætist svo baráttan við þunglyndið sem ég fæ þó stundum hvíld frá sem betur fer.
En ég er ekkert að rakka mig niður. Ég á líka mínu góðu hliðar og stundum geta gallar verið kostir í sjálfu sér. Það er líka nauðsynlegt að horfast í augu við eigin galla...og kosti.
Ég er sem betur fer að fara úr borginni næstu helgi á ættarmót í Flatey á Breiðafirði. Þar næ ég oftast báðum fótum á jörðina og fæ ómengaða orku náttúrunnar.
föstudagur, júní 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|