Þá er það staðfest. Góðkynja var það. Ég var bjartsýn allan tímann og mér fannst bara ekki passa annað en þetta væri góðkynja en það er samt auðvitað léttir að fá það staðfest. Þá er þessi pakki búinn og ég held áfram að safna í mig kröftum til að halda áfram lífinu með bros á vör og gleði í hjarta. Það er svo mikið eftir að gera og upplifa og ég hlakka svo óstjórnlega til að takast á við allt sem framundan er.
föstudagur, nóvember 30, 2007
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|