fimmtudagur, janúar 27, 2005

Dagur í lífi drottningarinnar.

Voðalega var ég bissí í gær við að hafa það notalegt. Dagurinn var tekinn snemma og með stæl þegar við Ragga Dís röltum með stubbana okkar í vagni í baby-bíó á Fiskerorvet. Myndin byrjaði klukkan tíu þannig að við vorum farnar úr húsi rúmlega níu. Eitthvað sem gerist ekki mjög oft hjá mér. Mikið hressandi var það. Mættum svo í bíóið á tilteknum tíma og við manni blasti haf af barnavögnum, númeruðum og röðuðum hlið við hlið. Þetta var skemmtileg upplifun þó myndin hafi eiginlega verið alveg glötuð. Það er einhver undarleg stemmning að sitja með ungann sinn í fanginu og horfa á eitthvað kynlífsdót, passaði ekki alveg. Ég hefði ekki einu sinni fílað myndina ef ég hefði séð hana heima hjá mér og ekki með barnið. Það var samt aukaatriði í sjálfu sér, bara gaman að drífa sig í þetta.
Svo röltum við aðeins um í mollinu og keyptum auðvitað eitthvað smotterí fyrir grísina. Þeim langaði svooo í nýtt dót og smá föt. Stoppuðum líka á Pizza Hut þar sem batteríin voru hlaðin bæði hjá mæðrum og börnum.
Áður en við vissum af var klukkan orðin 3 og við héldum heim á leið. Nú var ekkert annað að gera fyrir þreyttu mjaltakonurnar en að leggja sig eftir allt erfiðið og undirbúa sig fyrir átök kvöldsins, saumaklúbb. Hann var líka svona glimrandi fínn eins og alltaf. Étið og hlegið til um það bil miðnættis.
Svo á ég að halda í næstu viku og er strax búin að ákveða hvað ég ætla að hafa...ohhh spennó!

Chao!