Óhapp
Mikið er gott að gera tossalista. Enn betra að strika yfir það sem maður gerir af honum. Listinn fer minnkandi hjá mér og þar með eitthvað af lóðunum á herðunum. Aahhh...dugleg stelpa.
Æji, ég hélt að hjartað í mér myndi rifna í gær. Við vísitölufjölskyldan fórum á kulturfest í skólanum hans Benna í gærkveldi. Höfðum hugsað okkur að græða ódýran mat og sleppa við að elda. Við fórum í fyrra en þá vorum við ekki nógu snemma í því og misstum eiginlega af öllum góða matnum. Ég er að tala um tyrkneskan, pakistanskan og svoleiðis mat, heimalagaðann að sjálfsögðu...mmmm. Í stuttu máli var þetta ekki góður matur og alveg voðalega illa skipulagt, þannig að við fórum bara frekar snemma heim.
En þetta með hjartað. Benni fór inn í salinn aftur þegar við vorum á leiðinni út úr skólanum til að skila gosflösku og vildi ekki betur til en að hann hljóp á stóran strák og datt kylliflatur með hvelli á gólfið. Og allir fóru að hlæja....ooohh...greyjið. Mig langaði að öskra á alla og segja þeim að hætta að hlæja...æji hvað ég vorkenndi honum. Þessi stóri sem hljóp á hann eða öfugt, lyfti honum svo upp með fötunum (skilst þetta?) og hljóp í burtu. Æ æ æ ég fæ alveg illt þegar ég hugsa um þetta. Við fórum bara í sjoppu og keyptum okkur súkkulaði og héldum svo heim í Simpsons-kúr undir teppi. Nú er hann í tur, kappklæddur með bekknum , vona að það verði gaman hjá honum í dag. Æji stóra dúllan mín.
föstudagur, mars 04, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|