miðvikudagur, ágúst 31, 2005

Í fitufréttum er þetta helst...

...það fóru 700 grömm þessa vikuna. Var pínu svekkt að það hafi ekki verið meira en aftur á móti ánægð með að vigtin fer þó niður en ekki upp.

laugardagur, ágúst 27, 2005

Jæja, þá er fjölskyldan sameinuð á ný. Yndislegt, bara yndislegt. Helgi Magnús ræður sér ekki fyrir kæti, skríkir og hlær. Mikið er gott að vera saman.

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Allt að gerast

Loksins, loksins koma strákarnin mínir annað kvöld. Það er eins og þeir hafi verið í burtu í þrjá mánuði en ekki þrjár vikur. Ég get ekki lýst því hvað ég hlakka til að fá þá aftur heim. Það verður heldur betur spennandi að sjá viðbrögðin hjá HM, kannski að hann sé bara búinn að gleyma þeim. Svo er hann farinn að gera fullt af nýjum hlutum síðan þeir fóru svo það verður líka skrítið fyrir þá að sjá hann. Talandi um stubbinn litla, þá er allt smám saman að ganga betur á vuggestuen. Ég hef verið að sækja hann snemma þessa vikuna svo þetta hefur verið hálfgerð aðlögun í annað skipti.

Í næstu viku verður svo allt á fullu, ég þarf að kaupa fullt af námsbókum fyrir ca 2000 kall, takk fyrir túkall! Brjálað að gera í skólanum og ég þarf líka að fara að finna fyrirtæki til að skrifa verkefni fyrir. Það er bara verst að ég hef ekki hugmynd hvernig verkefni mig langar að gera eða fyrir hvern. Dæs, pressan maður. Svo er ég ekki ennþá búin að drullast til að sækja um SU, það er bara tómt vesen og leiðindi að fylla þetta drasl út.

En jæja, best að drífa sig í háttin svo ég geti safnað kröftum fyrir tiltektina á morgun. Ég þarf nefninlega að breyta þessu rónalega heimili í vistarverur sem hæfa fjögurra manna fjölskyldu. Það á örugglega eftir að taka allan daginn. Gaman gaman en ég hlakka svoooo til að fá strákana heim!

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Bara skáldleg í dag...

Já, þetta var bara góður dagur, þessi fyrsti í nýja bekknum. Allt annað andrúmsloft í gangi og rúsínan í pylsuendanum var að það er íslensk stelpa í bekknum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hitti Íslending yfir höfuð í skólanum.

Ótrúlegt, kannski að lukkan sé að snúast mér í hag...því syng ég þennan brag...í dag...er þetta ekki frábært lag?

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir er ég loksins búin að bæta inn hlekkjum, þannig að þetta fer að líkjast almennilegri bloggsíðu bara. En ég vil fá strákablogg, ég skora hér með á alla kærastana til að fara að blogga...þetta er engin stelpuíþrótt sko!

Ho ho!

Regína minnkar.

Var að stíga af vigtinni og bara verð að deila þessu með heiminum. Það eru nefninlega 1,7 kíló farin á einni viku og 7,2 kíló í allt frá því að ég var þyngst.

DDV rúlar!

mánudagur, ágúst 22, 2005

Niðurstaða

Well, well, well....búin að hugsa og hugsa og komin er niðurstaða, loksins. Ég fór í skólann í dag og fékk að skipta um bekk, þannig að nú er ég komin í námið á ensku, nenni ekki þessum dönum lengur. Það er örugglega miklu betra að vera bara með útlendingum í bekk og tala ensku. Ég er orðin hundleið á því að vera eini útlendingurinn.

Ekki byrjaði fyrsti skóladagurinn vel á mánudaginn var. Mér leið bara eins og í sex ára bekk eða eitthvað. Það átti nefninlega að fara af stað hópaverkefni og kennarinn vildi fá lista yfir hópana og enginn vildi vera með mér í hóp! Ojjj þetta var ömurlegt maður. Þetta endaði með því að kennarinn þurfti að draga út hóp sem mér var þröngvað inní. Voðalegt mál! Ohhhh, hvað er að þessu liði? Ein sagði sko "við erum ekkert að reyna að vera vond, við bara erum svo vön því að vera í okkar hóp og þekkjum hvort annað og vitum hvernig við vinnum saman" dööööhhh, bla bla bla. Vá hvað ég er ógnandi maður!

Sem betur fer er ég farin úr þessum þroskaða bekk og þarf ekki að gera mig að fífli fyrir framan þetta lið. Ég var alveg komin á það að hætta bara í skólanum og fara að vinna og flytja svo bara til Íslands. Gleyma bara skóla forever, ég fékk bara alveg upp í enni af þessu helvíti.

En nei nei, það þýðir ekkert annað en að bretta bara upp ermar og ydda blýjantana og spýta í lófana og rétta úr bakinu og allt það. Hana nú! Djöfull verður þetta erfitt samt, omægod ég er með þokkalegan hnút í maganum yfir þessu. Gulrótin er samt sko 400 þúsund kall í mánaðarlaun, raunhæft er það ekki? Ég hlýt að geta lagt á mig 2 ár í bókalestur og sjálfspíningu fyrir betri laun en það sem ég fengi sem ómenntuð...hmmm?

Það sem gerir þetta líka bærilegra er að ég er búin að finna áhugavert efni fyrir 3.ja árið, nebbla bissness enska með aukafagi eins og tildæmis kommunikation. Best að hugsa samt ekkert allt of langt fram í tímann, það getur ýmislegt breyst í kollinum hennar Regínu sem skiptir um skoðun jafn oft og sokka og er alltaf jafn sannfærð í hvert skipti. Já það er ekki alltaf gaman að vera hún.

En aumingja Benni minn þarf að vera í 2 til 3 ár lengur í Danmörku, hann sem þráir ekkert heitara en að flytja til Íslands. Mér finnst ég ferlega eigingjörn og ósanngjörn mamma að halda honum hér en samt veit ég að þetta borgar sig á endanum. Við verðum bara að finna einhverjar leiðir til að láta honum líða betur hérna og gera honum lífið bærilegra á meðan hann er hér. Hann er ekki alveg sá meðfærilegasti nefninlega. Gelgjan er alveg á fullu og meira að segja fyrsta graftarbólan farin að láta á sér kræla og barnið bara 10 ára! Jesús, ég vona að hann verði ekki með unglingaveikina lengi.

Jæja, það var aldeilis að það frussaðist úr málbelgnum hjá mér í dag...hver nennir annars að lesa svona langt blogg? Ekki nenni ég því oft.

...þangað til næst, góðar stundir.

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

hmm...hugsi hugsi hugsi

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

#(/"&%($"#%(($?'>-*/!&%$#"*+

ó mæ god...allt hringsnýst í höfðinu á mér. Ný plön kannski í fæðingu. Að minnsta kosti miklar pælingar fram og til baka. HM lætur öllum illum látum og ég ætla að láta lækni kíkja á hann, líst ekki á þetta hjá honum. Ég er eins og undin tuska á kvöldin og nenni lítið að blogga. Nú hef ég aðeins kíkt í heim einstæðra mæðra.

Þrjúhundruðþúsundfalt HÚRRA fyrir þeim!!!

föstudagur, ágúst 12, 2005

Litli vælukjói

Litli strákurinn minn er orðin nýr karakter eftir að pabbi hans og stóri bróðir fóru til Íslands. Hann mótmælir öllu og er sífellt vælandi. Ferlega skrítið. Ekki datt mér í hug að þetta hefði svona mikil áhrif á svona lítið barn. Hann vill ekki einu sinni sofna sjálfur á kvöldin eins og hann gerði alltaf, þannig að nú er ég með hann í prógrammi. Ekkert gaman. Vona að þetta fari nú að skána og hann fari að taka gleði sína á ný.

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Buin að redd'essu...saumó as planed í kvöld.

Haloscan commenting and trackback have been added to this blog.

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Ansans ári!

Debetkortið mitt er útrunnið og ég peningalaus og Smáralaus. Verð líklegast að aflýsa saumó annaðkvöld.

bömmer

Dí...loksins þegar maður er einn í koti og hefur tíma fyrir sjálfan sig þá þarf maður auðvitað að eyða honum í þrif. Nei nei, það er ágætt, mér finnst amk best að þrífa þegar ég er ein, þá er enginn að flækjast fyrir mér á meðan.

Mikið déskoti er Earl Grey annars gott með hunangi!

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Bla...

Allt í einu hætti blár að vera uppáhalds liturinn minn, hann sem er búin að vera það alveg síðan ég var lítil. Kannski að maður sé að þroskast eitthvað haaa?

Ákvað semsé að breyta bloggútlitinu í kjölfarið ( tek það fram að brúnn er ekki uppáhalds liturinn minn sko) ...set fítusana inn þegar ég er í stuði. Nú ætla ég að hlamma mér í sófann og leita að einhverju þolanlegu drasli í kassanum til að sóa tímanum svona rétt fyrir svefninn.

Á morgun er svo planið að sækja um SU...gangi mér vel!

Grasekkja

Það er skrýtin stemmning hjá mér þegar þetta er skrifað. Ég sakna strákana minna alveg svakalega mikið og finnst voða tómlegt án þeirra. Ég verð bara að passa mig á því að hafa nóg að gera þennan tíma sem þeir eru í burtu. Það verður svo sem ekki vandamál því af nógu er að taka. Skólinn hjá mér byrjar eftir viku og það er ýmislegt sem ég ætla að klára að gera áður. Mikið verður skrýtið að byrja í skólanum og enginn Smári heima til að tala við um daginn sem leið....snökt snökt...

laugardagur, ágúst 06, 2005

hmmm...jæja, er ekki alveg að standa mig í þessu bloggi. Einhver ládeyða í gangi í þeim málum.

Allt er gott að frétta, feðgarnir á leið á klakann á morgun og ætla að vera í 3 vikur. Það verður skrítið að vera hér ein með lilla en samt gott að vissu leyti. Ég sé fram á sjónvarpsfrí og grænmetisát svo eitthvað sé nefnt. HM stóð upp í gær, hann bara varð að sjá hvað var ofan í skúffunni í nýja skenknum og var meira að segja kominn langt með að rífa hana úr...hehehe krúttið.

Well, that´s all folks, í bili.