Allt að gerast
Loksins, loksins koma strákarnin mínir annað kvöld. Það er eins og þeir hafi verið í burtu í þrjá mánuði en ekki þrjár vikur. Ég get ekki lýst því hvað ég hlakka til að fá þá aftur heim. Það verður heldur betur spennandi að sjá viðbrögðin hjá HM, kannski að hann sé bara búinn að gleyma þeim. Svo er hann farinn að gera fullt af nýjum hlutum síðan þeir fóru svo það verður líka skrítið fyrir þá að sjá hann. Talandi um stubbinn litla, þá er allt smám saman að ganga betur á vuggestuen. Ég hef verið að sækja hann snemma þessa vikuna svo þetta hefur verið hálfgerð aðlögun í annað skipti.
Í næstu viku verður svo allt á fullu, ég þarf að kaupa fullt af námsbókum fyrir ca 2000 kall, takk fyrir túkall! Brjálað að gera í skólanum og ég þarf líka að fara að finna fyrirtæki til að skrifa verkefni fyrir. Það er bara verst að ég hef ekki hugmynd hvernig verkefni mig langar að gera eða fyrir hvern. Dæs, pressan maður. Svo er ég ekki ennþá búin að drullast til að sækja um SU, það er bara tómt vesen og leiðindi að fylla þetta drasl út.
En jæja, best að drífa sig í háttin svo ég geti safnað kröftum fyrir tiltektina á morgun. Ég þarf nefninlega að breyta þessu rónalega heimili í vistarverur sem hæfa fjögurra manna fjölskyldu. Það á örugglega eftir að taka allan daginn. Gaman gaman en ég hlakka svoooo til að fá strákana heim!
fimmtudagur, ágúst 25, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|