Grasekkja
Það er skrýtin stemmning hjá mér þegar þetta er skrifað. Ég sakna strákana minna alveg svakalega mikið og finnst voða tómlegt án þeirra. Ég verð bara að passa mig á því að hafa nóg að gera þennan tíma sem þeir eru í burtu. Það verður svo sem ekki vandamál því af nógu er að taka. Skólinn hjá mér byrjar eftir viku og það er ýmislegt sem ég ætla að klára að gera áður. Mikið verður skrýtið að byrja í skólanum og enginn Smári heima til að tala við um daginn sem leið....snökt snökt...
sunnudagur, ágúst 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|