mánudagur, ágúst 22, 2005

Niðurstaða

Well, well, well....búin að hugsa og hugsa og komin er niðurstaða, loksins. Ég fór í skólann í dag og fékk að skipta um bekk, þannig að nú er ég komin í námið á ensku, nenni ekki þessum dönum lengur. Það er örugglega miklu betra að vera bara með útlendingum í bekk og tala ensku. Ég er orðin hundleið á því að vera eini útlendingurinn.

Ekki byrjaði fyrsti skóladagurinn vel á mánudaginn var. Mér leið bara eins og í sex ára bekk eða eitthvað. Það átti nefninlega að fara af stað hópaverkefni og kennarinn vildi fá lista yfir hópana og enginn vildi vera með mér í hóp! Ojjj þetta var ömurlegt maður. Þetta endaði með því að kennarinn þurfti að draga út hóp sem mér var þröngvað inní. Voðalegt mál! Ohhhh, hvað er að þessu liði? Ein sagði sko "við erum ekkert að reyna að vera vond, við bara erum svo vön því að vera í okkar hóp og þekkjum hvort annað og vitum hvernig við vinnum saman" dööööhhh, bla bla bla. Vá hvað ég er ógnandi maður!

Sem betur fer er ég farin úr þessum þroskaða bekk og þarf ekki að gera mig að fífli fyrir framan þetta lið. Ég var alveg komin á það að hætta bara í skólanum og fara að vinna og flytja svo bara til Íslands. Gleyma bara skóla forever, ég fékk bara alveg upp í enni af þessu helvíti.

En nei nei, það þýðir ekkert annað en að bretta bara upp ermar og ydda blýjantana og spýta í lófana og rétta úr bakinu og allt það. Hana nú! Djöfull verður þetta erfitt samt, omægod ég er með þokkalegan hnút í maganum yfir þessu. Gulrótin er samt sko 400 þúsund kall í mánaðarlaun, raunhæft er það ekki? Ég hlýt að geta lagt á mig 2 ár í bókalestur og sjálfspíningu fyrir betri laun en það sem ég fengi sem ómenntuð...hmmm?

Það sem gerir þetta líka bærilegra er að ég er búin að finna áhugavert efni fyrir 3.ja árið, nebbla bissness enska með aukafagi eins og tildæmis kommunikation. Best að hugsa samt ekkert allt of langt fram í tímann, það getur ýmislegt breyst í kollinum hennar Regínu sem skiptir um skoðun jafn oft og sokka og er alltaf jafn sannfærð í hvert skipti. Já það er ekki alltaf gaman að vera hún.

En aumingja Benni minn þarf að vera í 2 til 3 ár lengur í Danmörku, hann sem þráir ekkert heitara en að flytja til Íslands. Mér finnst ég ferlega eigingjörn og ósanngjörn mamma að halda honum hér en samt veit ég að þetta borgar sig á endanum. Við verðum bara að finna einhverjar leiðir til að láta honum líða betur hérna og gera honum lífið bærilegra á meðan hann er hér. Hann er ekki alveg sá meðfærilegasti nefninlega. Gelgjan er alveg á fullu og meira að segja fyrsta graftarbólan farin að láta á sér kræla og barnið bara 10 ára! Jesús, ég vona að hann verði ekki með unglingaveikina lengi.

Jæja, það var aldeilis að það frussaðist úr málbelgnum hjá mér í dag...hver nennir annars að lesa svona langt blogg? Ekki nenni ég því oft.

...þangað til næst, góðar stundir.