Litli vælukjói
Litli strákurinn minn er orðin nýr karakter eftir að pabbi hans og stóri bróðir fóru til Íslands. Hann mótmælir öllu og er sífellt vælandi. Ferlega skrítið. Ekki datt mér í hug að þetta hefði svona mikil áhrif á svona lítið barn. Hann vill ekki einu sinni sofna sjálfur á kvöldin eins og hann gerði alltaf, þannig að nú er ég með hann í prógrammi. Ekkert gaman. Vona að þetta fari nú að skána og hann fari að taka gleði sína á ný.
föstudagur, ágúst 12, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|