Bara skáldleg í dag...
Já, þetta var bara góður dagur, þessi fyrsti í nýja bekknum. Allt annað andrúmsloft í gangi og rúsínan í pylsuendanum var að það er íslensk stelpa í bekknum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hitti Íslending yfir höfuð í skólanum.
Ótrúlegt, kannski að lukkan sé að snúast mér í hag...því syng ég þennan brag...í dag...er þetta ekki frábært lag?
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir er ég loksins búin að bæta inn hlekkjum, þannig að þetta fer að líkjast almennilegri bloggsíðu bara. En ég vil fá strákablogg, ég skora hér með á alla kærastana til að fara að blogga...þetta er engin stelpuíþrótt sko!
Ho ho!
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|