laugardagur, desember 31, 2005

Árið

Jebbs...nú eru bara sjö og hálfur tími eftir af þessu ári. Við erum að undirbúa kvöldið, Smári að gera forréttinn, humarsúpu og ég að strauja og svoleiðis. Við ætlum að borða hjá nágrönnum, íslenskt lambalæri og ítalskan ís í eftirrétt. Namm. Svo veit enginn hvað fysta nótt ársins 2006 ber í skauti sér. Nýja árið verður gott, ég finn það á mér.

Gleðilegt ár!

fimmtudagur, desember 29, 2005

Jeminn...það bara kyngir niður snjó hér og það er allt að verða vitlaust...gaman!

miðvikudagur, desember 28, 2005

læri læri tækifæri...er ekki að gerast!

mánudagur, desember 26, 2005

Jólabræðurnir í ár! Posted by Picasa

Jólin

Jæja, þetta heppnaðist alveg ljómandi vel bara. Maturinn var vægast sagt geggjaður og ég held að við höfum bara önd hér eftir á aðfangadag. Smári bara eldaði sína eigin útgáfu og þetta var bara meiriháttar hjá honum. Við borðuðum reyndar mjög seint, eða eitthvað rétt fyrir 10, stefnum á hálftíu næstu jól.

Svo er HM loksins byrjaður að labba. Það bara gerðist á aðfangadag. Hann var nú reyndar farinn að labba á milli okkar og húsgagna og svona, en nú er hann bara óstöðvandi og labbar óstuddur og ókvattur út um allt. Það er alveg magnað að heyra fótatökin á parkettinu þegar hann er berfættur. Jesús minn hvað það er rúsínulegt!

Í gær var svo smá svona jólaboð í "festrúminu" og þangað mættu nokkrir Íslendingar með mat og drykk. Það var bara hið huggulegasta, gaman að hitta einhverja svona þegar maður á enga fjölskyldu hér (reyndar á ég mjög stóra fjölskyldu hér en þekki hana bara ekki neitt).

Nú fer hversdagurinn að koma. Ég er að hugsa um að leyfa honum að koma bara á morgun því þá verð ég að taka upp þráðinn í lærdómnum. Ég er alveg með hnút í maganum því ég er ekki á áætlun ef ég á að ná að komast yfir allt efnið fyrir prófin....úff púff!

En best að njóta dagsins í dag. Hér er yndisleg pönnsulykt og jólastemmning bara.

Hmm...hvaða nammi á ég að gúffa í mig núna.....?

föstudagur, desember 23, 2005

Takk stelpur mínar fyrir falleg orð.
Jæja, nú komu jólin bara. Læddust einhvernvegin aftan að mér. Það er furðulegt með mig og jólaskapið. Ég er alltaf í rífandi jólastuði voðalega snemma, svona í lok nóvemer og byrjun desember. Svo er eins og það bara sé búið, þangað til á Þorláksmessu eða jafnvel bara á aðfangadag. Jólaskapið kom einmitt aftur í dag, eða eiginlega bara svona um sjöleytið í kvöld. Þá vorum við fjölskyldan í verslunarferð í ISO, hinni títtnefndu búð hér handan við hornið. Eyddum auðvitað allt of miklu, enda í einni af dýrustu búðum bæjarins. En þetta er allt saman þess virði. Maður verður að leyfa sér stundum að leyfa sér aðeins meira. Aðalatriðið er samt auðvitað fjölskyldustundirnar. Ég og aðrir meðlimir hennar hlökkum ósjórnlega til að sjá svipin á hvoru öðru þegar við opnum pakkana. Svo verður auðvitað frábær matur. Að þessu sinni önd, ætlum að prófa nýja uppskrift, það verður mjög spennandi að smakka.

En eins og svo oft áður þá tókst mér ekki, sökum aumingjaskaps og almennrar leti að senda nein jólakort, hvað þá að kaupa þau og skrifa á þau. Það er líka bara allt í lagi þannig séð, því ég fékk ekki eitt einasta, þannig að ég þarf ekki að hafa alveg eins mikinn móral yfir því (hehehe).

En það þýðir ekki að ég sé ekki að hugsa til fjölskyldu minnar á Íslandi, í Noregi, í Svíþjóð og á himnum. Ég geri því eins og ég gerði um síðustu jól og sendi hér með rafræna en þó aðallega hugræna jólakveðju til allra í fjölskyldunni minni, allra vina og vinkvenna minna, í hvaða landi sem þeir eru akkrúrat þegar þetta er lesið.

Að öllu bulli slepptu, sem sagt:

Gleðileg jól, allir saman!

fimmtudagur, desember 22, 2005

þriðjudagur, desember 20, 2005

ég skil...það er semsagt pís of keik að setja inn myndir hér. Jííí, gaman, nú er von á fleiri myndum og ég ætla að drífa í því að setja upp albúm aftur...bara ekki alveg núna, er svo bissí að jólast.
En þetta er semsagt Helgi Magnús á 1. árs afmælisdaginn sinn, 5.október. Posted by Picasa

mánudagur, desember 19, 2005

Helgin ofl.

Jæja, kominn tími til að blogga aðeins. Við erum búin að hafa það gott um helgina. Létum loksins verða að því að drullast á Spiseloppen, eða sko ég lét Smára gefa mér það í afmælisgjöf (pantaði borðið meira að segja sjálf). Vá hvað það var spes. Aðkoman alveg hræðileg og klósettið viðbjóður (með smurningu á setunni) en salurinn bara kósý, þjónustan svona þokkaleg en maturinn var bara ÆÐISLEGUR! Það er ekki spurning að við hjónaleysin eigum eftir að fara þangað aftur. Við borguðum 560 kall fyrir hreindýrasteik, grænmetisrétt, 1/2 rauðvín, tvo deserta og kaffi og eitt kókglas. Þetta var sko alveg hverrar krónu virði og vel það. Jæja, eftir matinn fórum við í smá labbitúr um Christianshavn og þræddum nokkrar götur sem við höfum ekki labbað áður og vorum svo bara komin heim svona um hálf ellefu. Helgi Magnús var í fyrstu næturpössuninni á 5.hæðinni og gekk hrikalega vel þangað til hann tók upp á því að vakna klukkan hálf sjö, barnapíunni til ómældrar ánægju. Aftur á móti sváfu foreldrarnir langþráðum samfelldum svefni alla nóttina og vöknuðu ekki fyrr en hálf eitt! Um kveldið kom hún svo og spúsi hennar í spil og mat og var það hið huggulegasta. Nú get ég stært mig af því að hafa spilað popppunktsspilið og unnið líka!
Sunnudagurinn fór svo í smákökubakstur Smára og Regína gerði lítið annað en að sofa og drekka kaffi og safna samviskubiti yfir því að vera ekki að læra. Jú hvaða vitleysa, ég þvoði auðvitað helling af þvotti og þreif svefnherbergið. Það var heldur betur bætt fyrir samviskubitið í lærið í dag því ég setti persónulegt met í hagfræðilestri og þau undur og stórmerki hafa auk þess gerst að mér er farin að finnast hún bara virkilega skemmtileg. Ekki nóg með þetta, heldur afrekaði ég líka að fara niðrí skóla og hitta þar "coachinn" minn og ræða við hana hugmyndir um lokaritgerð. Já ég get bara verið ánægð með afrakstur dagsins og síðustu daga og stefni bara á að halda því þannig.

fimmtudagur, desember 15, 2005

Maður verður alltaf að vera eins og allir hinir...skrifaðu nafnið þitt í komments og...


1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.

það væri algjör bónus ef þeir sem kommenta venjulega ekki gerðu það núna, er annars nokkur að lesa þetta drasl?

þriðjudagur, desember 13, 2005

Jæja loksins dreif ég í þessu:

Hej.
Jeg er en islænding som ser tit jeres vejrprogram med stor fornøjelse, foruden en ting som jeg simpelt hen ikke kan tåle at se på længere. Jeres kort af Island er helt forkert! Jeg undrer mig over hvorfra i har al den is der ligger over hele landet på TV skærmen hver eneste aften. Jeg foreslår at jeres dygtige medarbejdere kigger på sagen og retter denne forfærdelige fejl.
På forhånd tak,
Regína Hjaltadóttir.

-tölvupóstur sendur til TV2. Skyldu þeir gera eitthvað í þessu?

sunnudagur, desember 11, 2005

Vá hvað síðustu dagar hafa verið ömurlegir. Ég er búin að vera lasin og er bara rétt núna að jafna mig. Ekki búin að fara í eitt einasta próf en tek sjúkrapróf í janúar. Í dag leiddist mér svo mikið að mér fannst ég vera Palli þegar hann var einn í heiminum. Ég fór samt út með HM og leyfði honum að róla aðeins og fór svo út í búð en þó að fullt af fólki væri á vegi okkar fannst mér ég samt vera ein í heiminum. Undarleg tilfinning sem ég fæ oft. Er ég biluð? Furðulegt hvað humørinn bara sveiflast upp og niður stundum óforvarendis. Ég er alveg búin að vera voða glöð og ánægð með lífið í þó nokkurn tíma og svo bara er eins og að jörðin gleypi mig stundum og sogi mig niður í eitthvað hyldýpi sem erfitt er að komast upp úr. Þar er ég einmitt núna. Ég sé nú samt glitta í ljós...kannski jólaljós bara. Best að drífa sig í átt að því...

fimmtudagur, desember 01, 2005

jamm...

Æ, hvað það er orðið jóló og kósý hjá okkur. Við erum búin að vera voða duglega undanfarna daga að gera fínt hjá okkur. Smári fór bara að eigin frumkvæði og náði í bor og boraði eins og óður maður og áður en ég vissi af voru komnar langþráðar hillur inn til Benna og nýtt, brilljant skrifborð í stofuna og fleira smálegt. Þetta er að verða snilldaríbúð bara, þó ég segi sjálf frá. Ekki seinna vænna en að fara að koma sér fyrir eftir 3ja og hálfs árs búsetu í DK.

En að öðru alls óskyldu máli...Hvað er með þessa sviðshönnun í nýja Kastljósinu? Það er eins og týnt hafi verið til einhverju afgangsleikmunadrasli úr geymslunni í sjónvarpshúsinu og því öllu hrúgað á settið, kveikt á einhverjum ljóskösturum og wuallahhhh....ÓGEÐSLEGA FLOTT. Mér finnst alveg erfitt að horfa á þáttinn núna. Ekki finnst mér settið mikið skárra á þessu nýja NFS en þó er það aðeins hóflegra. En nafnið...alveg ömó. Hefði átt að vera bara Fréttastofan, finnst mér...svona sjálfsánægjunafn, eins og þetta sé eina Fréttastofan á Íslandi...hehe. Já þeir ættu að ráðfæra sér við mig þessir gæjar ha?