mánudagur, desember 19, 2005

Helgin ofl.

Jæja, kominn tími til að blogga aðeins. Við erum búin að hafa það gott um helgina. Létum loksins verða að því að drullast á Spiseloppen, eða sko ég lét Smára gefa mér það í afmælisgjöf (pantaði borðið meira að segja sjálf). Vá hvað það var spes. Aðkoman alveg hræðileg og klósettið viðbjóður (með smurningu á setunni) en salurinn bara kósý, þjónustan svona þokkaleg en maturinn var bara ÆÐISLEGUR! Það er ekki spurning að við hjónaleysin eigum eftir að fara þangað aftur. Við borguðum 560 kall fyrir hreindýrasteik, grænmetisrétt, 1/2 rauðvín, tvo deserta og kaffi og eitt kókglas. Þetta var sko alveg hverrar krónu virði og vel það. Jæja, eftir matinn fórum við í smá labbitúr um Christianshavn og þræddum nokkrar götur sem við höfum ekki labbað áður og vorum svo bara komin heim svona um hálf ellefu. Helgi Magnús var í fyrstu næturpössuninni á 5.hæðinni og gekk hrikalega vel þangað til hann tók upp á því að vakna klukkan hálf sjö, barnapíunni til ómældrar ánægju. Aftur á móti sváfu foreldrarnir langþráðum samfelldum svefni alla nóttina og vöknuðu ekki fyrr en hálf eitt! Um kveldið kom hún svo og spúsi hennar í spil og mat og var það hið huggulegasta. Nú get ég stært mig af því að hafa spilað popppunktsspilið og unnið líka!
Sunnudagurinn fór svo í smákökubakstur Smára og Regína gerði lítið annað en að sofa og drekka kaffi og safna samviskubiti yfir því að vera ekki að læra. Jú hvaða vitleysa, ég þvoði auðvitað helling af þvotti og þreif svefnherbergið. Það var heldur betur bætt fyrir samviskubitið í lærið í dag því ég setti persónulegt met í hagfræðilestri og þau undur og stórmerki hafa auk þess gerst að mér er farin að finnast hún bara virkilega skemmtileg. Ekki nóg með þetta, heldur afrekaði ég líka að fara niðrí skóla og hitta þar "coachinn" minn og ræða við hana hugmyndir um lokaritgerð. Já ég get bara verið ánægð með afrakstur dagsins og síðustu daga og stefni bara á að halda því þannig.