jamm...
Æ, hvað það er orðið jóló og kósý hjá okkur. Við erum búin að vera voða duglega undanfarna daga að gera fínt hjá okkur. Smári fór bara að eigin frumkvæði og náði í bor og boraði eins og óður maður og áður en ég vissi af voru komnar langþráðar hillur inn til Benna og nýtt, brilljant skrifborð í stofuna og fleira smálegt. Þetta er að verða snilldaríbúð bara, þó ég segi sjálf frá. Ekki seinna vænna en að fara að koma sér fyrir eftir 3ja og hálfs árs búsetu í DK.
En að öðru alls óskyldu máli...Hvað er með þessa sviðshönnun í nýja Kastljósinu? Það er eins og týnt hafi verið til einhverju afgangsleikmunadrasli úr geymslunni í sjónvarpshúsinu og því öllu hrúgað á settið, kveikt á einhverjum ljóskösturum og wuallahhhh....ÓGEÐSLEGA FLOTT. Mér finnst alveg erfitt að horfa á þáttinn núna. Ekki finnst mér settið mikið skárra á þessu nýja NFS en þó er það aðeins hóflegra. En nafnið...alveg ömó. Hefði átt að vera bara Fréttastofan, finnst mér...svona sjálfsánægjunafn, eins og þetta sé eina Fréttastofan á Íslandi...hehe. Já þeir ættu að ráðfæra sér við mig þessir gæjar ha?
fimmtudagur, desember 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|