Vá hvað síðustu dagar hafa verið ömurlegir. Ég er búin að vera lasin og er bara rétt núna að jafna mig. Ekki búin að fara í eitt einasta próf en tek sjúkrapróf í janúar. Í dag leiddist mér svo mikið að mér fannst ég vera Palli þegar hann var einn í heiminum. Ég fór samt út með HM og leyfði honum að róla aðeins og fór svo út í búð en þó að fullt af fólki væri á vegi okkar fannst mér ég samt vera ein í heiminum. Undarleg tilfinning sem ég fæ oft. Er ég biluð? Furðulegt hvað humørinn bara sveiflast upp og niður stundum óforvarendis. Ég er alveg búin að vera voða glöð og ánægð með lífið í þó nokkurn tíma og svo bara er eins og að jörðin gleypi mig stundum og sogi mig niður í eitthvað hyldýpi sem erfitt er að komast upp úr. Þar er ég einmitt núna. Ég sé nú samt glitta í ljós...kannski jólaljós bara. Best að drífa sig í átt að því...
sunnudagur, desember 11, 2005
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|