mánudagur, desember 26, 2005

Jólin

Jæja, þetta heppnaðist alveg ljómandi vel bara. Maturinn var vægast sagt geggjaður og ég held að við höfum bara önd hér eftir á aðfangadag. Smári bara eldaði sína eigin útgáfu og þetta var bara meiriháttar hjá honum. Við borðuðum reyndar mjög seint, eða eitthvað rétt fyrir 10, stefnum á hálftíu næstu jól.

Svo er HM loksins byrjaður að labba. Það bara gerðist á aðfangadag. Hann var nú reyndar farinn að labba á milli okkar og húsgagna og svona, en nú er hann bara óstöðvandi og labbar óstuddur og ókvattur út um allt. Það er alveg magnað að heyra fótatökin á parkettinu þegar hann er berfættur. Jesús minn hvað það er rúsínulegt!

Í gær var svo smá svona jólaboð í "festrúminu" og þangað mættu nokkrir Íslendingar með mat og drykk. Það var bara hið huggulegasta, gaman að hitta einhverja svona þegar maður á enga fjölskyldu hér (reyndar á ég mjög stóra fjölskyldu hér en þekki hana bara ekki neitt).

Nú fer hversdagurinn að koma. Ég er að hugsa um að leyfa honum að koma bara á morgun því þá verð ég að taka upp þráðinn í lærdómnum. Ég er alveg með hnút í maganum því ég er ekki á áætlun ef ég á að ná að komast yfir allt efnið fyrir prófin....úff púff!

En best að njóta dagsins í dag. Hér er yndisleg pönnsulykt og jólastemmning bara.

Hmm...hvaða nammi á ég að gúffa í mig núna.....?