föstudagur, desember 23, 2005

Takk stelpur mínar fyrir falleg orð.
Jæja, nú komu jólin bara. Læddust einhvernvegin aftan að mér. Það er furðulegt með mig og jólaskapið. Ég er alltaf í rífandi jólastuði voðalega snemma, svona í lok nóvemer og byrjun desember. Svo er eins og það bara sé búið, þangað til á Þorláksmessu eða jafnvel bara á aðfangadag. Jólaskapið kom einmitt aftur í dag, eða eiginlega bara svona um sjöleytið í kvöld. Þá vorum við fjölskyldan í verslunarferð í ISO, hinni títtnefndu búð hér handan við hornið. Eyddum auðvitað allt of miklu, enda í einni af dýrustu búðum bæjarins. En þetta er allt saman þess virði. Maður verður að leyfa sér stundum að leyfa sér aðeins meira. Aðalatriðið er samt auðvitað fjölskyldustundirnar. Ég og aðrir meðlimir hennar hlökkum ósjórnlega til að sjá svipin á hvoru öðru þegar við opnum pakkana. Svo verður auðvitað frábær matur. Að þessu sinni önd, ætlum að prófa nýja uppskrift, það verður mjög spennandi að smakka.

En eins og svo oft áður þá tókst mér ekki, sökum aumingjaskaps og almennrar leti að senda nein jólakort, hvað þá að kaupa þau og skrifa á þau. Það er líka bara allt í lagi þannig séð, því ég fékk ekki eitt einasta, þannig að ég þarf ekki að hafa alveg eins mikinn móral yfir því (hehehe).

En það þýðir ekki að ég sé ekki að hugsa til fjölskyldu minnar á Íslandi, í Noregi, í Svíþjóð og á himnum. Ég geri því eins og ég gerði um síðustu jól og sendi hér með rafræna en þó aðallega hugræna jólakveðju til allra í fjölskyldunni minni, allra vina og vinkvenna minna, í hvaða landi sem þeir eru akkrúrat þegar þetta er lesið.

Að öllu bulli slepptu, sem sagt:

Gleðileg jól, allir saman!