Eiginlega var það lán í óláni að ég fékk drulluna í nótt. Það hlaut að koma að því að líkaminn segði stopp, hingað og ekki lengra! Ég er í alvöru talað búin að vera í stöðugu nammiáti, gosþambi og ruslfæðisáti síðan um jólin. Búin að bæta á mig fullt af kílóum og dálítið af andlegri vanlíðan sem fylgir þessu matarÆði. Nú hlýtur motivationin að fara að segja til sín, já ég held það bara svei mér þá. Nú þegar ég sé súkkulaði sé ég bara kúk. Þó veit ég fyrir víst að ég get ekki lifað án þess, þannig að ég ætla ekkert að reyna að blekkja sjálfa mig og segjast ætla að hætta öllu súkkulaði- eða nammiáti. Spurning að fara bara skynsömu leiðina í þessu. Allt er gott í hófi bara.
laugardagur, apríl 07, 2007
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|