Leiðindadagur í vinnunni. Hvað er verið að rugla mann svona með að hafa frídag á fimmtudegi? Þetta er alveg glatað bara, gerir mann bara latan. Hann var reyndar ósköp notalegur sumardagurinn fyrsti. Við fjölskyldan skelltum okkur í bíltúr og göngutúr. Fyrst röltum við um Bakkahverfið í Breiðholti þar sem við erum búin að rekast á nokkrar íbúðir á góðu verði í fasteignaauglýsingum undanfarið. Skelltum okkur síðan í bæjinn til að kíkja á brunarústirnar og æ hvað þetta er sorglegt allt saman. Fáránlegt að þetta hús sé farið. Ég man eftir Karnabæ og plötubúðinni þegar ég var alltaf að dandalast þarna sem krakki og unglingur. Svo á ég góðar minningar frá fyrsta deitinu okkar Smára þar sem hann dansaði við mig í fyrsta og eina skiptið fyrir 13 árum á Berlín. Já ég vona að borgarstjórinn standi við orð sín og endurreisi þessi hús sem skemmdust. Hvað var annars með þennan búining hjá karlinum? Hahaha fáránlega hallærislegt. Einhver Bush stæling þarna í gangi eða hvað?
Já við erum mikið í fasteignapælingum þessa dagana. Getur einhver sagt mér hversvegna íbúðirnar í Breiðholtinu eru svona ódýrar? Flennistórar íbúðir allt niður í 17 milljónir! Hvað er málið...eru þetta bara gömlu fordómarnir frá því í denn eða býr bara ruslalýður þarna? Þetta er eitthvað dularfullt finnst mér.
föstudagur, apríl 20, 2007
Gerast áskrifandi að:
Comment Feed (RSS)
|