sunnudagur, apríl 15, 2007

Vá hvað ég er endurnærð eftir ferskan og mátulega hryssingslegan dag úti á róló með fyrrverandi Danmerkurbúum, börnum og fullorðnum. Eitthvað sem mætti endurtaka reglulega bara. Best að skella inn myndum eins og allir hinir á morgun, finn ekki fjandans snúruna.

Nú er ég ein í koti, Smári í póker og ég að horfa á söngvakeppni framhaldsskólanna, það er nú alltaf stuð. Væri samt alveg til í félagsskap, segi það nú ekki. Benni hefur ekkert gaman að þessu. En Jesús minn kemur enn einu sinni þessi Húsasmiðjuauglýsing "Nýr tími" með gospelkórnum. Ég veit það ekki, mér finnst bara ekki passa að trúarkór sé að selja sig í Húsasmiðjuauglýsingu. Það klingja einhverjar siðferðis-, viðvörunarbjöllur hjá mér. Væri annað ef þau væru að styrkja gott málefni....kommon nýr opnunartími í Húsasmiðjunni!!! Mér þætti gaman að vita hvað þau fengu borgað fyrir þetta. Fyrst ég er á siðferðislegu nótunum...mér finnst bara kúl að halda upp á afmælið sitt á Jamaíka og bjóða öllum vinum og vandamönnum með! Það myndi ég sko bara líka gera ef ég ætti nóg af peningum! Og þetta segi ég ekki bara af því að Björgúlfur er frændi minn (þekki hann sko ekki baun, var bara svona að lauma þessu inn híhí).

Best að skella inn einhverjum gömlum DK handahófsmyndum með, það er orðið allt of langt síðan...snuff snuff, sakna svo mikið...sumar og sól og allt